Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
KONA - TRÉ - MÁFUR
Norma E. Samúelsdóttir: Tréð fyrir
utan gluggann minn.
Mál og menning. Reykjavík 1982. 48
bls.
Eins og sjá má í fyrsta ljóði bókar, Að
byrja, er aðalyrkisefnið sígilt: andstæða
draums og veruleika, hversdagslegs
amsturs og innra lífs, sem ólgar af þrá
eftir hinu óendanlega. Skáldið byrjar á
ljóði í tilefni vorsins og horfir út um
gluggann sinn á brumhnappa á tré ná-
grannans, en hrekkur aftur inn í heim
veruleikans: „enn um sinn / þarf að
finna vettlinga fyrir morgundaginn“.
Með skáldinu fylgjum við svo hringrás
árstíðanna til loka ársins, og í bókarlok
er þessu ferli þjappað saman í einu
kvæði.
Skáldkonan hefur fleiru að sinna en
horfa út um gluggann sinn. Fjölskylda
og heimilisstörf gera kröfur, og svo
langar hana til að skrifa. Pað er svo sem
ósköp auðvelt að láta sér fátt um finnast
hversdagsraunir hennar; ekki eins og
henni hafi verið nauðgað eða hún lifi
forboðnu nautnalífi:
Það er oft erfitt að senda lítinn dreng
út í myrkrið
snjóinn klukkan níu
en svo er svo gott að fá pínulítinn frið
til að drekka nýlagað kaffi
og borða smurða heilhveitibrauðsneið
með tuttuguprósent osti
Svona hversdagslegar lýsingar eru auð-
vitað ekki skáldskapur einar og sér, en
spurningin er hvort takist að varpa á þær
skáldlegu ljósi þeirra andstæðna sem
mynda ljóðheim bókarinnar.
Andstæður þessa Ijóðheims eru tjáðar
með áleitnum táknum úr heimi nátt-
úrunnar. Tréð fyrir utan gluggann er
aðaltákn bókarinnar, ríkir í henni sýni-
legt eða ósýnilegt frá upphafi til enda.
Það er tákn hins vaxandi lífs, sem alltaf
heldur áfram, á sinn hátt hliðstæða litlu
fjölskyldunnar: konu, eiginmanns og
barna, ef horft væri á þau úr meiri
fjarska. En heimur mannsins er, þrátt
fyrir allt, annar en heimur trés. Þar vant-
ar jafnvægi. Þverstæður lífsins eru
margar: skáldið fær ekki frið til skrifta
vegna amsturs við börnin, en þó er ástin
á þeim ein af rótum skáldskaparins,
ásamt þránni eftir því sem fjarlægt er og
verður aldrei höndlað.
Nær miðbiki bókarinnar skerpast
andstæðurnar og við stöndum frammi
fyrir óbrúanlegu djúpi:
í kvöld lít ég út um stofugluggann
minn
horfi á trén himininn
máfur flýgur þar yfir
Ég hin frjálsa
Ég hin bundna
Ég hin frjálsa
Ég hin bundna
Hugsa um þig
Hugsa um eiginmann minn
báðir góðir
fjarlægur
nálægur
Ég hræðist þig
því ég skil ekki
Þú ert nálægur samt óralangt í burtu
Maðurinn minn er nálægur þótt hann sé
fjarri
582