Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 39
Góðir lesendur og góðir höfundar
skáldsögu eins og Mansfield Park eða af auðugu myndmálsstreymi Dickens.
Mér virðist sem það sé þegar til lengdar lætur góður prófsteinn á gildi
skáldsögu hvort þar rennur saman nákvæmni skáldskaparins og innsæi
vísindanna. Til þess að geta notið þessara töfra les hinn vitri lesandi bók
snillings ekki með hjartanu, ekki heldur svo mjög með heilanum, heldur
með mænunni. Það er þar sem hann finnur þann fiðring sem fylgir þessari
nautn, jafnvel þótt við verðum að halda okkur í nokkurri fjarlægð og í vissu
hlutleysi þegar við lesum. Þá getum við af ánægju sem er bæði skynræn og
vitræn horft á listamanninn reisa spilaborg sína og séð hvernig spilaborgin
breytist í borg úr skínandi fögru stáli og gleri.
Sverrir Hólmarsson þýddi.
Vladimir Nabokov (1899—1977) fæddist í Rússlandi, fluttist ungur til Evrópu,
stundaði nám í Cambridge, fékkst við kennslu og skriftir í Þýskalandi og Frakk-
landi. Fyrstu skáldsögur sínar reit hann á rússnesku, en frá 1941 skrifaði hann á
ensku. Arið 1948 fluttist hann til Bandaríkjanna, kenndi við ýmsa háskóla þar og
varð prófessor við Cornell. Frá þeim árum eru til fyrirlestrar hans um evrópskar
bókmenntir sem nýlega hafa verið gefnir út og er grein sú er hér birtist inngangur að
þeim. I fyrirlestrunum fjallar Nabokov ítarlega um nokkur helstu snilldarverk
evrópskra bókmennta, m.a. Mansfield Park, Bleak House, A la recherche du temps
perdu og Ulysses.
Nabokov varð frægur á svipstundu eftir að hann gaf út Lolitu (1955) en hún fjallar
sem kunnugt er um ofurást miðaldra manns á stúlku á gelgjuskeiði. Bók sú varð
kannski fræg á fölskum forsendum, því að hún þótti óvenjudjörf á sínum tíma, en er
hins vegar listilega samansett og margslungið verk. Nabokov gerðist einn snjallasti
stílisti okkar tíma á enska tungu og enginn sælkeri á það mál ætti að láta bestu bækur
hans fram hjá sér fara, en þær eru, auk Lolitu, Pale Fire (1962) og Ada (1969).
Þýð.
509