Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 39
Góðir lesendur og góðir höfundar skáldsögu eins og Mansfield Park eða af auðugu myndmálsstreymi Dickens. Mér virðist sem það sé þegar til lengdar lætur góður prófsteinn á gildi skáldsögu hvort þar rennur saman nákvæmni skáldskaparins og innsæi vísindanna. Til þess að geta notið þessara töfra les hinn vitri lesandi bók snillings ekki með hjartanu, ekki heldur svo mjög með heilanum, heldur með mænunni. Það er þar sem hann finnur þann fiðring sem fylgir þessari nautn, jafnvel þótt við verðum að halda okkur í nokkurri fjarlægð og í vissu hlutleysi þegar við lesum. Þá getum við af ánægju sem er bæði skynræn og vitræn horft á listamanninn reisa spilaborg sína og séð hvernig spilaborgin breytist í borg úr skínandi fögru stáli og gleri. Sverrir Hólmarsson þýddi. Vladimir Nabokov (1899—1977) fæddist í Rússlandi, fluttist ungur til Evrópu, stundaði nám í Cambridge, fékkst við kennslu og skriftir í Þýskalandi og Frakk- landi. Fyrstu skáldsögur sínar reit hann á rússnesku, en frá 1941 skrifaði hann á ensku. Arið 1948 fluttist hann til Bandaríkjanna, kenndi við ýmsa háskóla þar og varð prófessor við Cornell. Frá þeim árum eru til fyrirlestrar hans um evrópskar bókmenntir sem nýlega hafa verið gefnir út og er grein sú er hér birtist inngangur að þeim. I fyrirlestrunum fjallar Nabokov ítarlega um nokkur helstu snilldarverk evrópskra bókmennta, m.a. Mansfield Park, Bleak House, A la recherche du temps perdu og Ulysses. Nabokov varð frægur á svipstundu eftir að hann gaf út Lolitu (1955) en hún fjallar sem kunnugt er um ofurást miðaldra manns á stúlku á gelgjuskeiði. Bók sú varð kannski fræg á fölskum forsendum, því að hún þótti óvenjudjörf á sínum tíma, en er hins vegar listilega samansett og margslungið verk. Nabokov gerðist einn snjallasti stílisti okkar tíma á enska tungu og enginn sælkeri á það mál ætti að láta bestu bækur hans fram hjá sér fara, en þær eru, auk Lolitu, Pale Fire (1962) og Ada (1969). Þýð. 509
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.