Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 73
Að gefa í boðhxtti fórnfúsu; skírskotun hinna táknrænu atburða ætti ekki að fara milli mála. Aðrar sögur eru opnari og margræðari, bjóða upp á fleiri túlkunarmögu- leika13, eins og „Þegar skrúfað var frá krananum í ógáti“ (í Veizlu undir grjótvegg). Leigjandinn fer bil beggja í þessu tilliti, ýmislegt liggur þar í augum uppi, en sagan fer fjarri því að vera einhliða allegóría eða lykilsaga sem „gengur upp“ í hverju atriði. Kemur það til af því að Svövu tekst að vinda helsta hugðarefni sitt, stöðu kvenna í sambúð og samfélagi, á listræn- an og öflugan hátt saman við annað stórt samfélagslegt efni, ástand lítillar þjóðar undir erlendu fjármála- og heroki, án þess að brot komi í söguna milli þessara tveggja viðfangsefna.14 Titilsaga nýju bókarinnar byggir framan af á mjög augljósu tákni; brúður- in tekur hjúskaparheitið bókstaflega, heggur af sér höndina og færir brúð- gumanum. Konur verða að laga sig að heimi karla og fórna til þess hluta af sjálfum sér. Þess má þó ekki sjá stað á yfirborðinu, enda eru presturinn og brúðguminn miður sín að sjá stúfinn. „Stúfurinn? sagði brúðurin undrandi því hvernig var hægt að gefa hönd án þess fylgdi stúfur?“ (14) Seinni hluti sögunnar er hins vegar dæmi um miklu flóknari og marg- ræðari táknanotkun, en þar segir frá heimsókninni til gervilimasmiðsins. Get ég ekki ætlað mér þá dul að túlka í stuttu máli eins auðugan texta og þar er að finna, en í honum eru jafnt þjóðfélagslegar sem kynferðislegar skírskotanir sem ekki verða þó innbyrðis aðskildar. Segir þar frá „lausn“ vandans, hvernig gervihönd er fullkomlega grædd á brúðina, en það verður lesandans verk að brjóta heilann um hvers eðlis þessi gervilausn er. Og þótt gervilimasmiðurinn sé e.t.v. persónugerving einhvers þess þjóðfélagsafls af karlkyni sem fær kvenfólk til að sætta sig við skert líf með áferðarfallegu yfirborði þá er enn margt á huldu um samband hans og brúðarinnar. Eftir ágræðslu handarinnar virðist hún fyllast þörf fyrir hann. „Hún þrýsti sér að honum, beitti líkama sínum, fann andardrátt hans fylla vit sín uns hún yfirvann mótstöðu hans að fullu og greindi ekki lengur að anda hans og líkama.“ (17) Hvað gerist hér? Samræði? Eða beinlínis samruni þessara tveggja persóna? Er þetta kona að hverfa inn í líf karlmanns og glata sjálfstæðri tilveru sinni? Saga þessi er margbrotnasta listaverk bókarinnar, hún úir og grúir af mikilvægum myndvísunum, m.a. Biblíuvísunum eins og lesendur eiga að venjast úr sumum fyrri verka Svövu. Áberandi er einnig fegurðin sem býr í listrænum lýsingunum. „Yfir enni og björtum lokkum reis brúðarkórónan sem af gáska og örlæti sleppti ógrynni af blúndu niður á grannar axlir.“ (9) Fegurðin samsvarar því hve fallega titillinn hljómar þegar maður í fyrstu hugsar sögnina í lýsingarhætti þátíðar og telur að um sé að ræða eitthvað sem fólk hefur „gefið hvort öðru“. En fegurðin er hættuleg, blindandi, eins 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.