Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar Annar örlagavaldur Auðunar er maður að nafni Petsamo, sem skapað hefur sér algera sérstöðu. Hann hefur lært hjúkrun og leggur stund á ófullkomnar lækningar við frumstæðustu aðstæður. Vegna sérstöðu sinnar er hann nokkurn veginn frjáls ferða sinna og er á sífelldu eirðarlausu flakki. Hann reynir að líkna fólki án þess að finna til með því, og segir að helsta framlag sitt sé að hjálpa fólki til að deyja á eins sársaukalítinn hátt og kostur er. Hann hefur mikil áhrif á Auðun. Vegna reynslu sinnar af tveimur tilverustigum, fyrir og eftir skelfinguna miklu, lítur hann svo á að mann- eskjan sé villidýr að uppruna og það sé einungis fyrir óskiljanlega tilviljun að hún hafi lifað menningarlífi í fáeinar kynslóðir á löngum ferli sínum. Hann telur með öllu tilgangslaust að leggja drög að nýrri framtíð, og sakar Auðun um rómantík, þegar hann reynir það. Auðun skilur ekki hugtakið rómantík, en Petsamo skýrir það svo að rómantík sé að láta blekkjast af lífinu. Má vera að rétt sé, að það sé rómantík að trúa á lífið, að minnsta kosti má heyra svipaðan tón hjá þeim sem hamast nú sem mest gegn friðarsinn- um. Petsamo horfist kalt í augu við endanlega tortímingu og telur hana óumflýjanlega, en samt er hann fullur af ópersónulegum trega. Hann vill lina þjáningar Auðunar og reynir að vara hann við því að hugleiða forsendur tilveru sinnar. Sá sem vinnur í blindni þjáist minna, segir hann. Hann skynjar kosmiska sorg Auðunar og óendanlega þrá hans eftir mannsæmandi lífi. I þessari stuttu grein hef ég forðast að rekja efnisþráð sögunnar, m.a. til þess að spilla ekki fyrir ánægju væntanlegra lesenda. Mér hefur orðið tíðræddara um þær hugmyndir sem búa að baki frásagnarinnar. Meginstyrk- ur höfundarins er fólginn í því að þora að horfast í augu við hugsanlega framtíð þeirrar helstefnu sem stórveldi heimsins eru sem óðast að marka. Það er ekki geðfelld mynd, en þeim mun brýnna að við virðum hana vandlega fyrir okkur. Þessi saga er óhugnanleg, en við þolum að lesa hana, af því að enn er tími til stefnu. Við getum sagt að lestri loknum: þessa framtíð vil ég ekki. Og beitt orku okkar og athöfnum til að spyrna við fótum. Af þessum sökum er þetta óhugnanlega snilldarverk einhver brýnasta skáldsaga sem rituð hefur verið í okkar heimshluta á síðari árum. Heiti bókarinnar og dúfurnar á kápu hennar leiða hugann að syndaflóði Gamla testamentisins. Það átti að fela í sér hreinsun og endurlausn. En dúfurnar í sögu Jersilds koma ekki fljúgandi með olíuviðargreinar. Þær eru ekki lengur til. Dúfurnar bera með sér sýkla, veirur, tortímingu og dauða. Syndaflóðið varð ekki fyrir ásetning, segir Biblían, heldur gáleysi. En ef framtíðarsýnin í sögunni Eftir flóðið gengur eftir, þá getum við ekki kennt um neinu gáleysi. Jersild dregur engar ályktanir í sögu sinni, predikar ekki, boðar engar skoðanir. Hann heldur uppi mynd. Það er nóg. Virðið hana vandlega fyrir ykkur. 534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.