Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 27
Um þýðingar verkinu stendur. Aðrar þýðingar geta villt um fyrir þýðandanum. Engir tveir menn þýða sama verk með sama hætti. Þýðandi verður að hafa kynnt sér textann sem hann ætlar að þýða, áður en hann hefur starfið. Að svo búnu reynir hann að gera sér grein fyrir hvað hann ætlar að þýða af verkinu. Ef verkið er á afar fjarskyldri tungu er óhugsandi annað en eitthvað misfarist í þýðingu. Vitaskuld keppir góður þýðandi að því að þýða allt, ekki aðeins orðin og málið heldur líka hugblæinn, stílinn, persónueinkenni höfundar og það menningarandrúmsloft sem verkið er sprottið úr. Þetta er margbrotinn vandi og ekki jafnvel á valdi færustu þýðenda að leysa hann þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Sérhver góður þýðandi finnur til vanmáttar síns. Hann veit að ef honum mistekst er sökin ekki aðeins hjá honum, hirðuleysi hans, heldur hjá tungu þjóðar hans, menningarástandi hennar og andlegum þroska. Ef hliðstæður eru ekki fyrir hendi á hinum ólíku menningarsvæðum og þýðandinn vinnur nákvæmnisverk, þá er viðbúið að lesandinn kannist ekki við jarðveg þann sem verkið óx úr og hann afneitar þýðingunni, segir að hún sé honum framandi, að þýðingarbragur sé á henni. Sú þekking sem við búum yfir og skilningurinn sem við leggjum sjálf í hluti og hugtök er helsta viðmiðun okkar. Þess vegna teljum við ókost ef „þýðingarbragur“ er á þýðingu. En sá sem finnur þýðingu til foráttu að þýðingarbragur sé á henni ætlast til þess að eitthvað sé andstætt eðli sínu: þýðing á að vera annað en þýðing. Við slíkar skoðanir lendir allt í mótsögnum, vegna þess að þýðing getur aldrei orðið annað en þýðing. Hún er verk sem hefur skipt um málbúning en ekki um kyn eða eðli. Flestir éta upp eftir öðrum að Hómerskviður séu í frábærri þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, engu að síður hafa kviðurnar aldrei samsamast íslenskri menningu. Þær hafa hins vegar auðgað hana eins og stórvirki mannsandans sem fæstir hafa kynnst en þykjast þekkja (og hvað stórvirkin áhrærir er oft meira um vert að þykjast þekkja þau en þekkja, vegna þess að h'tt þekkt auðga þau en vandlega lesin vekja þau minnimáttarkennd nema hjá örfáum, og þetta á jafnt við um Hómerskviður sem Biblíuna, Don Kíkóta og Ulysses: hið illa þekkta auðgar best; mannsandinn rís á stórvirkj- um sem fæstir þekkja). Og úr því ég tæpi á Don Kíkóta skulum við taka dæmi sem mér er skylt. Maður sem sér verkið á frumtungunni, kastiljönsku, en skilur hana ekki, h'tur á það sem hvern annan hlut í bókarformi. Innihaldið hefur enga merkingu. Reyni hann að lesa orðin finnst honum þau hljóma sem argasta þvaður og segir það eflaust. Flestir hika ekki við að telja það vera þvætting sem þeir skilja ekki. 497
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.