Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 79
Að gefa í boðbxtti
auðvitað draga ýmsa aðra rithöfunda inn í þennan samanburð. En athyglisvert er
að Svava beitir einnig svipaðri frásagnaraðferð í furðusögum og Kafka; þ.e.
afstrakt eiginleikar eru hlutgerðir og frá þeim sagt með „raunsæislegu" móti.
13 „Opinn“ nota ég í merkingu sem gengur þvert á þá sem tíðkast hefur í íslenskri
umræðu þegar fjallað er um „opin ljóð“. Sé orðið notað um texta sem eiga að
hafa einfalda, hversdagslega skírskotun, er í raun óbeint gefið til kynna að allur
þorri módernískra skáldverka sé „lokaður“, sem liti þá út fyrir að vera nei-
kvæður eiginleiki. En Tíminn og vatnið, Tómas Jónsson eða Mánasigð eru síður
en svo „lokuð“ verk; þau eru einmitt mjög opin fyrir ýmsum túlkunum, inn í þau
eru lesendum opnar margar leiðir frá ýmsum hliðum.
14 Túlkun á Leigjandanum sem allegóríu um hersetið Island má finna í ritgerð
Njarðar P. Njarðvík, „Undir verndarvæng", Afmælisnt til Steingríms J. Þor-
steinssonar, Reykjavík, 1971, bls. 117—127. Sú túlkun er útfærð í fyrrnefndri
ritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur, bls. 50—67. Þar er einnig rætt um stöðu
konunnar í sögunni og sagan að auki talin endurspegla stöðu fjölskyldunnar í
kapítalísku þjóðfélagi. Nánari kvennapólitíska greiningu á skáldsögunni er að
finna í ritgerð Helgu Kress, „Urvinnsla orðanna" sem birtast mun í Skírni 1984,
en höfundur hefur góðfúslega leyft mér að lesa í handriti. Þar sem þessi grein er
skrifuð erlendis hef ég því miður ekki séð prófritgerð sem ég hef haft spurnir af
og mun vera til á Háskólabókasafni: Gunbjorg Dale: „Svava Jakobsdóttirs
Leigjandinn. Modernistisk allegori eller uttrykk for en feministisk estetikk?"
Hovedoppgave til historisk-filosofisk embetseksamen i nordisk ved Universitet-
et i Bergen, hosten 1981.
15 Det kalles kjarlighet, bls. 22.
16 Ég bendi á túlkun Helgu Kress á „Konu með spegil" í „Kvinnebevissthet og
skrivemáte", bls. 159—162. Þar er einnig fjallað um andstæður hlutverks og
sjálfumleika.
549