Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar dvelja þar um nóttina. Pabbi vildi ekki skilja við mig, en ég sagðist heldur vilja ganga einn til þess að létta á hjarta mínu. Degi var tekið að halla. Ég veit ekki hversu lengi ég hafði horft á úlfaldann, þegar bíll með blæjuþaki nam staðar á móts við mig. I bílnum voru maður og lítil prúðbúin stúlka. Augu litlu stúlkunnar voru eins og límd við úlfaldann og hún iðaði og hló af ánægju. Ég fann það á mér, að þau ætluðu að kaupa úlfaldann og fara með hann heim. Litla stúlkan togaði í höndina á pabba sínum og sagði: „Fljótur pabbi, annars kaupir einhver hann á undan okkur.“ Þau ætluðu að fara inn í verslunina, en ég varnaði þeim inngöngu. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Var ég hræddur? Langaði mig til að gráta? Eða var ég sorgmæddur? Ég veit það eitt, að ég stóð í vegi fyrir þeim og endurtók í sífellu: „Þessi úlfaldi er ekki til sölu, herra. Hann sagði mér það sjálfur í morgun. Ég get svarið að hann er ekki til sölu.“ Maðurinn stjakaði harkalega við mér og spurði hvers vegna ég reyndi að varna þeim inngöngu. Síðan gengu þau inn í verslunina. Maðurinn fór að tala við eigandann. Litla stúlkan sneri sér við án afláts og horfði á úlfaldann. Hún ljómaði af hamingju, eins og sá sem hefur aldrei kynnst sorginni. Ég kom ekki upp orði og fætur mínir voru að kikna undir mér. Ég stóð rétt við dyrnar og fylgdist með því sem gerðist fyrir innan. Aparnir, litlu úlfaldarnir, birnirnir, kanín- urnar og öll hin dýrin horfðu á mig. Mér fannst eins og þau hlytu að vorkenna mér. Faðirinn og dóttirin voru á leiðinni út úr versluninni. Maðurinn dró upp tveggja ríala pening, sem hann rétti mér. Ég hélt höndunum fyrir aftan bak og horfði beint í augu hans. Ég veit ekki hvernig augnaráð mitt var, en hann stakk peningnum aftur í vasann. Versl- unareigandinn lét síðan fjarlægja mig. Tveir starfsmenn komu út til að taka úlfaldann. Litla stúlkan horfði á hann úr bílnum og sendi honum kossa með augunum. Ég missti stjórn á sjálfum mér, stökk fram og greip í eina löppina á úlfaldanum og hrópaði: 526
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.