Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 67
Að gefa í boðhxtti uppi af táknum; veisluglaum má skilja sem almennt tákn fyrir lífið sem þessi kona fer senn að kveðja; í raun er hún stödd á mörkum lífs og dauða, sem endurspeglast í gestalista hennar þar sem bæði er látið fólk og lifandi. Oftlega er minnst á snjóinn, sem virðist gegna nokkuð augljósu táknlegu hlutverki, konan lifir „ein í kaldri snjóluktri veröld“ (58). Meginmáli skiptir samt að tákn þessi kalla túlkun lesandans ekki frá hinni raunsæislegu lýsingu á ytri aðstæðum söguhetjunnar. Öðru máli þykir mér gegna um „Sund“ sem er sérdeilis vel smíðuð saga. Hún hefst á mjög látlausan hátt. „Amma var mikið veik“ og því gleymist að reka ungu stúlkuna af stað í sundtímann. Hana grunar að amma sé að deyja og bræðir nú með sér hvort hún eigi að fara í sund af sjálfsdáðum, tekur að lokum ákvörðun um að gera það. Hér byrjar sagan að brjóta af sér raunsæisböndin. Saman fara aðvífandi dauði gamallar konu og sjálfsákvörð- un ungrar stúlku; sú fyrri er á leiðarenda, stúlkan fer hins vegar að heiman, leggur út í lífið, en jafnframt . . . fann hún kvíðann fyrir sundinu gagntaka sig: hún skynjaði spennuna í líkamanum líkt og hún væri þegar komin niður í vatnið sem hún sá ekki til botns í en barðist um og buslaði með teygðan háls og reist höfuð upp úr vatninu og herptan munn og þegar hún glennti upp augun var markið í órafjarska þar sem sundkennarinn stóð með skeiðklukku, hún sá ekki bakk- ann hinum megin, það var ekkert til að halda sér í, ekkert . . . (79—80) Seinna, þegar stúlkan er í raun komin í vatnið, verður ljóst að ekki er um blábera sundæfingu að ræða: „Ekki taka sundtök nema í lífsnauðsyn. Alla tíð meðan á flotinu stóð vissi hún af djúpinu fyrir neðan sig, þangað beindi hún innri sjónum sínum ... “ (81) Á sama hátt kallar sagan túlkun lesandans frá yfirborði textans, beinir henni í djúpin, því hér er skyggnst í innri reynslu stúlkunnar. — Varðandi það sem hér fer á eftir kann ég að vera undir áhrifum frá hinni skemmtilegu Rauðhettugrein í TMM í ár5, en þess ber þó að gæta að sögur Svövu eru allnokkuð mótaðar af áhuga hennar á þjóðsögum og ævintýrum: Stúlkan er að taka út þroska og lífsreynslu, hún býst til að taka við hlutverki konu um leið og gömul kona deyr, og sagan sýnir glöggt að hún öðlast vissan lífsskilning sem er henni í senn nýr og óttalegur, því hann felur m.a. í sér vitundina um dauðann. Stúlkan fyllist tilvistarangist sem hún fær þó ekki gert sér neina rökræna grein fyrir. I þennan nýja lífsskilning fléttast einnig aðrir þættir. Stúlkan er væntanlega að komast á kynþroskaaldurinn og sagan virðist ásamt öðru hafa kynferðislega vídd. Stúlkuna dreymir um að sleppa sundtökunum og láta sig líða í djúpið en fær þá högg á bakið, sér „loðna fætur sundkennarans" sem hefur slegið hana með priki er hann nú otar s TMM 537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.