Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 67
Að gefa í boðhxtti
uppi af táknum; veisluglaum má skilja sem almennt tákn fyrir lífið sem þessi
kona fer senn að kveðja; í raun er hún stödd á mörkum lífs og dauða, sem
endurspeglast í gestalista hennar þar sem bæði er látið fólk og lifandi.
Oftlega er minnst á snjóinn, sem virðist gegna nokkuð augljósu táknlegu
hlutverki, konan lifir „ein í kaldri snjóluktri veröld“ (58). Meginmáli skiptir
samt að tákn þessi kalla túlkun lesandans ekki frá hinni raunsæislegu lýsingu
á ytri aðstæðum söguhetjunnar.
Öðru máli þykir mér gegna um „Sund“ sem er sérdeilis vel smíðuð saga.
Hún hefst á mjög látlausan hátt. „Amma var mikið veik“ og því gleymist að
reka ungu stúlkuna af stað í sundtímann. Hana grunar að amma sé að deyja
og bræðir nú með sér hvort hún eigi að fara í sund af sjálfsdáðum, tekur að
lokum ákvörðun um að gera það. Hér byrjar sagan að brjóta af sér
raunsæisböndin. Saman fara aðvífandi dauði gamallar konu og sjálfsákvörð-
un ungrar stúlku; sú fyrri er á leiðarenda, stúlkan fer hins vegar að heiman,
leggur út í lífið, en jafnframt
. . . fann hún kvíðann fyrir sundinu gagntaka sig: hún skynjaði spennuna í
líkamanum líkt og hún væri þegar komin niður í vatnið sem hún sá ekki til
botns í en barðist um og buslaði með teygðan háls og reist höfuð upp úr
vatninu og herptan munn og þegar hún glennti upp augun var markið í
órafjarska þar sem sundkennarinn stóð með skeiðklukku, hún sá ekki bakk-
ann hinum megin, það var ekkert til að halda sér í, ekkert . . . (79—80)
Seinna, þegar stúlkan er í raun komin í vatnið, verður ljóst að ekki er um
blábera sundæfingu að ræða: „Ekki taka sundtök nema í lífsnauðsyn. Alla
tíð meðan á flotinu stóð vissi hún af djúpinu fyrir neðan sig, þangað beindi
hún innri sjónum sínum ... “ (81) Á sama hátt kallar sagan túlkun
lesandans frá yfirborði textans, beinir henni í djúpin, því hér er skyggnst í
innri reynslu stúlkunnar. — Varðandi það sem hér fer á eftir kann ég að vera
undir áhrifum frá hinni skemmtilegu Rauðhettugrein í TMM í ár5, en þess
ber þó að gæta að sögur Svövu eru allnokkuð mótaðar af áhuga hennar á
þjóðsögum og ævintýrum:
Stúlkan er að taka út þroska og lífsreynslu, hún býst til að taka við
hlutverki konu um leið og gömul kona deyr, og sagan sýnir glöggt að hún
öðlast vissan lífsskilning sem er henni í senn nýr og óttalegur, því hann felur
m.a. í sér vitundina um dauðann. Stúlkan fyllist tilvistarangist sem hún fær
þó ekki gert sér neina rökræna grein fyrir. I þennan nýja lífsskilning fléttast
einnig aðrir þættir. Stúlkan er væntanlega að komast á kynþroskaaldurinn
og sagan virðist ásamt öðru hafa kynferðislega vídd. Stúlkuna dreymir um
að sleppa sundtökunum og láta sig líða í djúpið en fær þá högg á bakið, sér
„loðna fætur sundkennarans" sem hefur slegið hana með priki er hann nú otar
s TMM
537