Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
hvolfist yfir mann og birtist þá iðulega í óvæntum og óhuggulegum
myndum.12
Nú verður enn ljósara hvernig módernismi Svövu fellur saman við úttekt
hennar á reynslu nútímakonunnar, sem hún telur greinilega að búi oft við
algjöra firringu, útilokuð frá frjórri og sjálfstæðri samfélagsþátttöku. Omeð-
vitaðar um hlutskipti sitt lifa margar konur Svövu lífi sínu í klóm öryggis og
vana, í fangelsi hinna dauðu hluta. En uppgjör við þetta líf er þó aldrei langt
undan, hvort sem úr því verður eða ekki, umbylting ýmist sökum ytri afla
eða vegna hræringa í innra lífi konunnar, eins og sjá má í „Tiltekt". Konan
fer augljóslega úr jafnvægi við að skeyta saman myndum úr lífi sínu og
öldungis er óvíst að hún kæri sig um það uppgjör sem fælist í að koma lagi á
safnið. Ef myndasafnið endurspeglar í vissum skilningi hugarheim hennar,
þá rekst hann óþyrmilega á þá sléttu og felldu húsmóðurmynd sem hún
hefur ætíð sýnt öðrum.
En búi sögur Svövu yfir existensíalískri vídd má ætla að efnismeðferð
höfundar takmarkist ekki við „kvenlega reynslu“, heldur geti átt sér víðari
skírskotun í líf nútímamannsins. Sagan „Ferðamaður“ virðist staðfesta
þetta. Þar er karlmaður í sjónmiði en sagan reynist að allri formgerð náskyld
kvennasögum Svövu; á ferðalangnum brenna tilvistarspurningar sem við
þekkjum úr þeim sögum, spurningar um ytri ímynd og innri veruleika.
Þegar Svava tekur að grafast fyrir um tilvistarlögmál persóna sinna birtist
ætíð þessi árekstur vitundar og ytri veruleika, þessi lífsháski í hversdegin-
um, og jafnframt tekur raunsæislegur grunnur frásagnarinnar að riðlast og
dulari sögusvið koma í ljós. „Sund“ er einkar gott dæmi um þetta, en seinni
hluti þeirrar sögu er hlaðinn þeirri frásagnarspennu sem er svo dæmigerð
fyrir módernismann, spennu milli þess sem gerist á ytra borði „í raun og
veru“ og þess sem gerist fyrst og fremst í vitund persónunnar. Þessi
formgerðareinkenni má finna í eldri sögum Svövu, t.d. í „Séð í spegli" í Tólf
konum og jafnvel í fyrstu sögu þeirrar bókar, „Það var barn í dalnum“, eins
og „Sund“ skilur hún lesandann eftir uppfullan af spurningum um hvað
raunverulega hafi gerst.
Með táknum og stórmerkjum
Furðusögur Svövu hafa löngum vakið mesta athygli verka hennar, og bera
væntanlega uppi orðstír hennar sem nýsköpunarhöfundar í prósa. Þær hafa
raunar fengið afar misjafnar undirtektir, oft hlotið mikið lof, en stundum
mætt algjöru skilningsleysi. I umræðunni hefur það oft viljað gleymast
hversu ólíkar þessar sögur eru innbyrðis. Hin kunna „Saga handa börnum“
er t.d. fremur einhlít táknræn úttekt á goðsögninni um húsmóðurina
N.
542