Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar hvítum gleraugum. Konan hafði hvolpinn í beisli og handleggir hennar og fótleggir voru berir. Þegar hún gekk framhjá okkur, fundum við þægilega ilmvatnslykt. Ghassem tók upp hýði af vatns- melónu og kastaði því í hálsinn á barninu, sem sneri sér við og horfði á okkur með vandlætingarsvip og kallaði okkur „óknyttastráka“. Ahmad-Hossein svaraði honum þá um hæl: „Farðu í rassgat, pabba- drengur." Draumatækifærið mitt var loksins komið: „Segðu þetta aftur, ef þú ert með eistun á réttum stað.“ Þeir fóru allir að hlæja. Faðirinn dró soninn á eftir sér inn í nálægt gistihús. Augu allra beindust aftur að nýju skónum hans Mahmoud. Hann sagði við okkur og var vingjarnlegur: „Mér er nokk sama um þessa skó. Ef þið viljið, skal ég gefa ykkur þá.“ Hann sneri sér að Ahmad- Hossein: „Komdu litli minn, taktu skóna og farðu í þá.“ Sá síðarnefndi horfði hikandi á fætur Mahmoud, en hreyfði sig ekki. Mahmoud ítrekaði: „Eftir hverju ertu að bíða? Viltu ekki þessa fallegu nýju skó?“ I þetta sinn reis Ahmad-Hossein á fætur og bjóst til að færa Mahmoud úr skónum. Við fylgdumst þegjandi með honum. Ahmad- Hossein kastaði sér á fætur Mahmoud, en hendur hans runnu til og hann datt aftur fyrir sig á gangstéttina. Félagarnir tveir hlógu svo dátt, að ég hélt að þeir myndu rifna. Hendur Ahmad voru kolsvartar. Sá eineygði sagði við hinn: „Sagði ég ekki? Ha, ha, ha.“ A fótum Mahmoud var far eftir fingurna á Ahmad. Þá fyrst rann upp fyrir okkur, að þetta var bara grín. Við fórum líka að hlæja. Ahmad-Hossein skreið undan fótum vegfarenda og horfði reiðilega á okkur, en skellti síðan líka upp úr. Hlátur okkar var óstöðvandi. Vegfarendur störðu á okkur. Eg hallaði mér að Mahmoud og sagði: „Hann hafði málað á sér lappirnar og það var alveg eins og hann væri í nýjum svörtum skóm.“ Mahmoud stakk upp á því, að við færum í teningaspil. Eg átti fjóra ríala, Ghassem vildi ekki segja hvað hann átti marga, sonur Zivar átti tíu ríala, en Ahmad-Hossein átti ekki einn einasta. Kunningjarnir tveir áttu fimm ríala. Nokkru neðar í götunni var lokuð sölubúð og þangað fórum við. Við drógum um hver ætti að byrja. Sonur Zivar kastaði fyrstur og fékk fimm. Ghassem fékk sex og tók einn ríala af þeim fyrsta. Hann 514
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.