Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 112
Tímarit Máls og menningar KONA - TRÉ - MÁFUR Norma E. Samúelsdóttir: Tréð fyrir utan gluggann minn. Mál og menning. Reykjavík 1982. 48 bls. Eins og sjá má í fyrsta ljóði bókar, Að byrja, er aðalyrkisefnið sígilt: andstæða draums og veruleika, hversdagslegs amsturs og innra lífs, sem ólgar af þrá eftir hinu óendanlega. Skáldið byrjar á ljóði í tilefni vorsins og horfir út um gluggann sinn á brumhnappa á tré ná- grannans, en hrekkur aftur inn í heim veruleikans: „enn um sinn / þarf að finna vettlinga fyrir morgundaginn“. Með skáldinu fylgjum við svo hringrás árstíðanna til loka ársins, og í bókarlok er þessu ferli þjappað saman í einu kvæði. Skáldkonan hefur fleiru að sinna en horfa út um gluggann sinn. Fjölskylda og heimilisstörf gera kröfur, og svo langar hana til að skrifa. Pað er svo sem ósköp auðvelt að láta sér fátt um finnast hversdagsraunir hennar; ekki eins og henni hafi verið nauðgað eða hún lifi forboðnu nautnalífi: Það er oft erfitt að senda lítinn dreng út í myrkrið snjóinn klukkan níu en svo er svo gott að fá pínulítinn frið til að drekka nýlagað kaffi og borða smurða heilhveitibrauðsneið með tuttuguprósent osti Svona hversdagslegar lýsingar eru auð- vitað ekki skáldskapur einar og sér, en spurningin er hvort takist að varpa á þær skáldlegu ljósi þeirra andstæðna sem mynda ljóðheim bókarinnar. Andstæður þessa Ijóðheims eru tjáðar með áleitnum táknum úr heimi nátt- úrunnar. Tréð fyrir utan gluggann er aðaltákn bókarinnar, ríkir í henni sýni- legt eða ósýnilegt frá upphafi til enda. Það er tákn hins vaxandi lífs, sem alltaf heldur áfram, á sinn hátt hliðstæða litlu fjölskyldunnar: konu, eiginmanns og barna, ef horft væri á þau úr meiri fjarska. En heimur mannsins er, þrátt fyrir allt, annar en heimur trés. Þar vant- ar jafnvægi. Þverstæður lífsins eru margar: skáldið fær ekki frið til skrifta vegna amsturs við börnin, en þó er ástin á þeim ein af rótum skáldskaparins, ásamt þránni eftir því sem fjarlægt er og verður aldrei höndlað. Nær miðbiki bókarinnar skerpast andstæðurnar og við stöndum frammi fyrir óbrúanlegu djúpi: í kvöld lít ég út um stofugluggann minn horfi á trén himininn máfur flýgur þar yfir Ég hin frjálsa Ég hin bundna Ég hin frjálsa Ég hin bundna Hugsa um þig Hugsa um eiginmann minn báðir góðir fjarlægur nálægur Ég hræðist þig því ég skil ekki Þú ert nálægur samt óralangt í burtu Maðurinn minn er nálægur þótt hann sé fjarri 582
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.