Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 54
Tímarit Máls og menningar
Hossein ætti bara eina ömmu, sem væri líka betlari. En hann talaði
aldrei um það.
Þegar við höfðum gengið í margar klukkustundir, komum við
þangað sem Ghassem stundaði iðju sína. Hann var þar ekki. Hann
var heldur ekki á Hadj Abdol Mahmoud-götu. Faðir Ghassem sagði
okkur, að sonur hans hefði farið með móður sína á sjúkrahús. Henni
var alltaf illt, annað hvort í fótunum eða maganum.
Við sátum á gangstéttinni á Naderi-breiðgötunni, Ahmad-Hoss-
ein, sonur Zivar og ég, og við veltum fyrir okkur verðinu á úlfaldan-
um. Það var komið fram undir hádegi. Við ákváðum loks að afla
okkur upplýsinga hjá kaupmanninum.
Hann hélt að við værum betlarar og hrópaði áður en við komumst
inn:
„Veriði úti, ég á enga peninga.“
„Við viljum ekki peninga," sagði ég við hann. „Hvað kostar
úlfaldinn?“ Eg benti út.
„Ulfaldinn?“ sagði hann steinhissa.
Ahmad-Hossein og sonur Zivar sem voru fyrir aftan mig, bættu þá
við:
„Einmitt. Hvað kostar hann?“
„Verið úti, þessi úlfaldi er ekki til sölu.“
Ulfaldinn stóð fyrir utan og lét ekki haggast. Við álitum, að hann
gæti borið okkur alla án nokkurrar fyrirhafnar. Hönd Ahmad-
Hossein náði rétt upp á kvið úlfaldans. Sonur Zivar ætlaði líka að
reyna, en kaupmaðurinn var þá kominn út og þreif í eyrað á honum
og öskraði:
„Asni, sérðu ekki, að það stendur þarna að það sé bannað að
snerta?“
Hann sýndi okkur pappírsmiða, sem hafði verið nælt í bringu
úlfaldans. Reyndar var eitthvað skrifað á hann, en við skildum það
ekki.
Son Zivar var tekið að syfja og stuttu síðar fann hann rólegan stað
undir brú og sofnaði.
Við Ahmad-Hossein ákváðum að fara í lystigarð borgarinnar. Við
höfðum svitnað mikið í kæfandi hitanum. Hvorugur okkar sagði
orð. A þessari stundu hefði ég viljað vera hjá mömmu. Eg saknaði
hennar hræðilega mikið.