Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 63
Þegar framtíðin er liðin hjá hefst er hann skilinn eftir á eyju í Eystrasalti sem ber svip af Gotlandi, og þar með er sögusviðið afmarkað. Eyjan er ný fyrir Auðun og lesandinn kynnist henni með honum. Upplýsingar um aðstæður í þessari framandi veröld síast til lesandans hægt og hægt eftir því sem Auðun vegur og metur stöðu sína með hliðsjón af sinni takmörkuðu, ómanneskjulegu og furðulegu reynslu. Kjarnorkuskelf- ingin hefur valdið ógnarlegri flóðbylgju, sennilega vegna þess að brennandi hiti hefur brætt heimskautaísinn, en jafnframt valdið uppgufun hans, og þar með hefur flóðið sjatnað á ný. Osonlag gufuhvolfsins hefur eyðst að hluta og útfjólubláir geislar miskunnarlausrar sólar svíða og brenna jörðina. Sandurinn hefur sums staðar breyst í gler, gróður sviðnað svo að eftir standa brenninetlur og harðgerðustu jurtir. Stórir hlutar eyjunnar líta út eins og útbrunnar koksauðnir. I þessari veröld búa tveir andstæðir og þó hliðstæðir hópar manna, hvor öðrum háður, hópur karlmanna sem gistir fangelsi fyrir afbrotaungiinga og nunnur sem tóra áfram í rústum klausturs. Fangelsið og Klaustrið verða hvort tveggja í senn veruleiki og táknrænar ímyndir harðneskjulegrar tilveru sem dregur fram lífið í miskunnarlausri baráttu og byggir á ósveigjanlegum lögmálum fyrri aðstæðna. Það er hægt að rækta kartöflur og nýta rusl. Allt er af skornum skammti nema skotvopn og sprengjur. Siðalögmál er einungis eitt, að halda lífi og taka líf þess sem stendur í vegi fyrir því lögmáli. Dráp, þjófnaðir, svik, lygar, nauðganir og ofbeldi hvers konar eru sjálfsagður og eðlilegur hluti hins daglega lífs. Börn geta ekki lifað, þau eru vanskapaðar ófreskjur sem deyja á unga aldri. Menn gera sér ljóst að framtíðin er þegar liðin hjá, þegar þeir deyja er öllu endanlega lokið. Fólkið er hárlaust og tannlaust og dregur fram lífið á gagnkvæmri grimmd. Inn í þessa veröld kemur Auðun sem verið hefur til sjós frá bernsku og lítur á sig sem kynferðislegan og efnalegan þræl hvers þess sem er máttugri en hann. Hann veit að til þess að halda lífi verður hann að taka hverju því sem að höndum ber eins og sjálfsögðum hlut, þótt hann sé innst inni fullur smánar og fyrirlitningar á sjálfum sér og öllum öðrum. Hann verður að lifa í veröld sem er að deyja. Það er hans þversögn. Þegar lífið getur ekki haldið áfram og kveikt af sér nýtt líf, missir það virðingu sína. Þess vegna drepa menn án ástríðu og sorgar. I slíkri tilveru eru mannlegar tilfinningar ekki einungis útslokknaðar, þær eru blátt áfram lífshættulegar. Og Auðun verður fyrir þeim skelfilegustu örlögum sem hægt er að hugsa sér. Hann breytist smám saman í eitthvað sem líkist manneskju í veröld þar sem manneskjan hefur lokið hlutverki sínu. Hann mætir frumkrafti mann- legs lífs, kærleikanum, þörfinni fyrir að sameinast annarri manneskju, nauðsyn hins eilífa lífs, sem er tilgangur alls lífs. 533
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.