Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 95
Hermann Pálsson Draumvísa í Sturlungu Mikill skáldskapur býr í þeim bragsmíðum frá 13. öld sem Sturla Þórðarson hélt til haga og notaði til að skreyta með Islendinga sögu sína; miklar þakkir á hann skilið fyrir að hafa varðveitt allar þessar ljóðlínur, sem hann taldi hafa skapast einhvers staðar handan við veruleikann. Þótt ekki verði annað sagt en að draumvísur Sturlungu varði atburði á ýmsa lund, þá nægir ekki að lesa þær einungis sem fyrirburði. Hér á það sama við og um annan kveðskap, að við njótum hvers kvæðis þeim mun betur sem við þekkjum fleiri. Þótt þekking á ævi höfundar og ytri aðstæðum sé nauðsynleg í því skyni að átta sig á verkum hans, þá skiptir hitt ekki minna máli að hafa kynnzt sömu bókum og hann. Skáld nema af letrum ekki síður en af eiginni reynslu. A undan frásögninni af Orlygsstaðabardaga (Islendinga saga, 136. kap.) hermir Sturla ýmsa fyrirburði, og hljóðar einn þeirra á þessa lund: „Brynj- ólfur hét maður á Kjalarnesi, er það dreymdi, að hann sá mann mikinn og var höggvinn af hnakkinn og á hálsinn. Hann kvað vísu þessa: Þornar heimur og hrörnar: Hríðeflir fer víða. Þjóð er hörð á heiði heldur, en vér erum felldir. Því varð eg norður með Njörðum — náir féllu þar sárir, spjót drifu grán á gauta — geirhríðar hel bíða, geirhríðar hel bíða.“ Fyrsta vísuorðið er sér um mál og á sér raunar annan uppruna en þær ljóðlínur sem á eftir fara; um það verður fjallað síðast. Næstu tvö vísuorð mega heita auðskilin, en síðara vísuhelming má taka saman svo: Því varð ég bíða hel norður með Njórbum geir-hríðar (þ. e. hermönnum); sárir menn 565
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.