Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 49
Sólarhringur í draumi og vöku Hann var ánægður að sjá mig. Hann japlaði enn og gaf mér bita af tuggu sinni, og síðan lögðum við af stað. Skömmu síðar sagði hann við mig: „Hérna, taktu munnhörpuna mína og spilaðu eitthvað fyrir okkur.“ Eg greip hljóðfærið og blés kröftuglega í það. Hann tók undir með bjöllunum sínum, sem voru af öllum stærðum. Síðan sneri hann sér við og sagði: „Ertu búinn að borða kvöldmat, Latíf?“ „Nei, ég átti ekki pening.“ „Þá skulum við fyrst fá okkur að snæða.“ Hvíta kanínan stökk þá ofan úr tré og sagði: „Hvernig væri að borða í fína húsinu í kvöld, kæri úlfaldi? Eg læt hin vita á meðan þið farið þangað.“ Hún kastaði gulrótarbitanum sínum í göturæsið og stökk í burtu. Ulfaldinn spurði mig hvort ég skildi orðin „fína húsið.“ „Það er sveitin, er það ekki?“ „Ekki er það nú alveg. Milljónamæringarnir byggja sér hallir og stór hús úti í náttúrunni og fara þangað þegar þeim sýnist til að hvíla sig og skemmta sér. Þessi hús eru kölluð fínu húsin. Að sjálfsögðu eru þar líka gosbrunnar og sundlaugar, grasflatir og blómum skrýdd- ir garðar. Þar er líka fjöldi þjóna, garðyrkjumenn og eldabuskur. Nokkrir milljónamæringar eiga líka fín hús í öðrum löndum, eins og Sviss eða Frakklandi. Núna erum við á leiðinni í fínt hús í norðurhluta Teheran til þess að gleyma sumarhitanum.“ Að svo mæltu þandi hann vængi sína og flaug upp í loftið eins og fugl. Fyrir neðan okkur voru raðir af þrifalegum húsum. Loftið var alveg laust við skít og reyk. Það var eins og að vera í bíó að horfa á húsin og göturnar. Stuttu síðar spurði ég: „Er ekkert hættulegt að fara út fyrir Teheran?“ „Hvernig dettur þér slíkt í hug?“ „Ja, hér er hvorki óþefur, skítur né reykur, og húsin eru öll stór og blómum prýdd.“ „Þú hefur lög að mæla, Latíf. Teheran skiptist í tvo hluta, sem hvor um sig er gerður fyrir þá sem þar búa, „Norðrið" og „Suðrið.“ Suðrið er á kafi í skít og reyk, en Norðrið er hreint. Allir ónýtu strætisvagnarnir ganga í Suðrinu. Allir stóru reykháfarnir eru í Suðrinu. Allir dísilvagnarnir og flutningabílarnir fara einnig þar um. 519
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.