Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 46
Tímarit Máls og menningar neins að leika teningaspil við þennan. Hann fær hvort sem er ekkert nema fimm eða sex. Eigum við að kasta upp peningi?“ Ahmad- Hossein sagði: „Gerum það.“ Þá sagði Mahmoud: „Nei, við förum í hark.“ Það færðist ró yfir götuna. Hinum megin við hana hafði nokkrum sölubúðum þegar verið lokað. Leikurinn fór þannig fram að við hentum eins ríala peningi frá skurðinum að veggnum. En peningarnir voru ekki hættir að skoppa, þegar Ahmad-Hossein hrópaði: „Löggan.“ Lögga stóð tveimur eða þremur skrefum frá okkur og mundaði kylfuna. Sá eineygði, Ahmad-Hossein og ég tókum til fótanna án þess að kveðja kóng eða prest. Mahmoud og sonur Zivar hlupu á eftir okkur. Ghassem ætlaði að taka saman peningana, en löggan náði honum. Hann öskraði af sársauka undan kylfuhögginu, en tók síðan til fótanna og náði okkur. Löggan hrópaði: „Pörupiltar, eigiði hvergi heima, eða hvað?“ Hann beygði sig niður, hirti peningana og fór. Þegar ég kom yfir gatnamótin, var ég orðinn einn. Kjötpinna- kaupmaðurinn var búinn að loka. Eg var of seinn. Yfirleitt var ég á heimleið, þegar afgreiðslumaðurinn var að koma járntjaldinu fyrir. Eg ráfaði um göturnar og hugsaði með mér, að nú væri pabbi sofnaður. Eg vonaði, að hann myndi vaka eftir mér, þó að ég væri viss um að hann svæfi. Síðan hugsaði ég: „Leikfangaverslunin hlýtur að vera lokuð núna. Hver ætli hugsi líka um að kaupa leikföng á þessum tíma dags? Ulfaldinn minn hlýtur að vera kominn inn í búðina. Bara að ég gæti talað aðeins við hann. Eg er svo hræddur um að hann gleymi því, sem við lofuðum hvor öðrum í gærkvöldi. Ef hann kæmi nú ekki aftur til mín? Nei, auðvitað kemur hann. Hann sagðist koma á morgun, annað kvöld, og fara með mig um Teheran. Það er svo gaman að vera á úlfaldabaki.“ Allt í einu heyrðist ískur í hjólbörðum. Um leið og ég tókst á loft hugsaði ég: „Veriði sælir, vinir mínir.“ Það var ekki fyrr en ég lá á jörðinni, að ég áttaði mig á því, að bíll hafði keyrt á mig. En ég var ómeiddur. Eg var enn að nudda á mér úlnliðinn, þegar haus var stungið út úr bílnum. „Svona, burt með þig,“ hrópaði rödd inni í bílnum. „Hvað er þetta eiginlega, komdu þér í burtu, þú ert ekki myndastytta.“ 516
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.