Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 22
Tímarit Máls og menningar á prenti var ’Færeysk þjóðernisbarátta1 í Skírni 1919, og um svipað leyti gerði Einar Benediktsson hann út til Færeyja til þess að kenna þarlendum mönnum íslensku. Jón hélt þar námskeið, en sjálfur tileinkaði hann sér færeysku frábær- lega vel og var um langt skeið prófdómari í færeyskri ritgerð við stúdentspróf í Þórshöfn. I einangrun stríðsáranna gegndu íslensku félögin í Höfn mikilvægara hlut- verki en nokkru sinni fyrr eða síðar. Þar ollu mestu um kvöldvökur sem Stúdentafélagið gekkst fyrir og vóru öllum opnar. Um þessar kvöldvökur sáu þeir Jón Helgason og Jakob Benediktsson hálfsmánaðarlega að vetrinum frá haustinu 1941 og fram yfir stríðslok. A kvöldvökunum lásu þeir Jón og Jakob upp úr íslenskum bókum sem þeir völdu og kynntu, oftast kafla úr mörgum bókum, sem tengdust ákveðnu efni, og í lestrarhléum vóru sungnir íslenskir söngvar. Stundum gafst færi á að lesa úr nýlegum bókum íslenskum, sem borist höfðu til Hafnar eftir einhverjum krókaleiðum. A stríðsárunum hélt Stúdentafélagið einnig úti íslensku tímariti í Höfn. Það var Frón, sem Jakob Benediktsson ritstýrði og Jón Helgason birti í fáein kvæði og margar ritgerðir og smágreinar. Sumar þessara ritgerða hafði hann áður flutt að stofni til sem erindi á fundum Islendinga í Höfn, og sumar þeirra vóru endurprentaðar í Ritgerbakornum og rœbustúfum sem Stúdentafélagið lét prenta á sextugsafmæli hans. Þær ritgerðir allar bera því vitni hve einstaklega Jóni var lagið að kynna almenningi fræði sín, og því kynntist fólk hér heima reyndar einnig þegar Jón flutti fyrirlestra sína um íslensk handrit á vegum Máls og menningar, sem síðar gaf út Handritaspjall hans (1958). Það sama má segja um edduskýringar hans, 7Wr kvibur fornar (1962) og Kviður af Gotum og Húnum (1966). Þessi síðastnefndu rit Jóns Helgasonar eru mörgum Islendingum að góðu kunn, en kunnust eru þó ljóð hans, sem fyrst birtust í ljóðabók hans Úr landsuöri 1939, en sú bók kom aftur út með úrfellingum og viðaukum 1948 og síðar. Meðal ljóðanna vóru fáeinar þýðingar, og síðar birtust eftir Jón tvö lítil söfn ljóðaþýðinga, Tuttugu erlend kvtebi og einu betur 1962 og Kver meö útlendum kvxöum 1976. Ljóð Jóns Helgasonar um land og þjóð, um lífið, dauðann og ástina, urðu ótal lesendum kær á skömmum tíma, og þau hafa haldið vinsældum sínum. Ég hef grun um að fleira fólk hafi lært kvæði Jóns, og kunni enn, heldur en kvæði nokkurs annars skálds sem síðar hefur ort. Ljóð Jóns eru ort í samræmi við gamla íslenska kveðskaparhefð, sem var að byrja að láta undan síga þegar kvæðin birtust, en þau vóru ferskur skáldskapur, fullur heitrar hugsunar og orðkynngi, og þau sýndu og sýna enn að hortittir og efnislítil mælgi eru ekki óhjákvæmilegir fylgifiskar hefðbundins kveðskapar. Það var hlutskipti Jóns Helgasonar að ala aldur sinn í hartnær sjö tugi ára fjarri heimalandi sínu, en í íslensku umhverfi þó, á íslensku heimili, í íslenskri nýlendu og við þrotlaust starf við að ávaxta íslenskan menningararf. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.