Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 34
Tímarit Máls og menningar ófullkomin, og ef reynt hefði verið að troða inn í hann bæði vopnum og konufaðmi hefði hann orðið enn ófullkomnari. Sigfús reynir að hártoga þá umsögn mína að Hemingway reyni ætíð að „koma við hversdagslegu orðalagi.“ (101) Þarna er ég svosem einungis að samsinna tugum gagnrýnenda Hemingways, þó svo auðvitað megi velta vöngum yfir hugtakinu „hversdagslegt orðalag“. Það sem máli skiptir er að Hemingway leitast við að nota einfaldan orðaforða, og í orðalagi reynir hann að forðast hvers konar upphafið mál eða sundurgerð, sem og notkun fornra eða sjaldgæfra orða, eða skringilyrða. Jafnframt kærði hann sig kollóttan um tilbrigðaríkan stíl eða orðaval. Ljóst má vera að í afstöðu til málbeitingar eru Laxness og Hemingway afar ólíkir, en þýðendur og aðrir telja gjarnan að maður eigi að þýða þá höfunda sem maður finnur til skyldleika með í máli, stíl og hugblæ, þó svo þetta sé engan veginn algild eða óskeikul regla. Sigfús átelur mig fyrir að tíunda rangþýðingar „mjög smásmuglega“. Heldur sárnaði mér þetta, því ég tók rangþýðingar fyrir í einum þætti (af tíu) í þriðja kafla ritgerðarinnar og benti jafnframt á að „Slíkar villur þurfa í sjálfu sér ekki að segja margt um ágæti þýðingarverksins í heild“ þó svo „fræðandi geti verið að grafast fyrir um orsakir þeirra." (28) Jafnframt telur Sigfús mig „tippilsinna" er ég gagnrýni óþarfa merkingarþrengingu sem verður í þýðingunni og segir að kannski sé „slík gagnrýni út í hött.“ (99) Og þó Sigfús telji sumt réttmætt í gagnrýni minni, álítur hann, þegar allt kemur heim og saman, að „smásmugleikinn og veiðigleðin“ leiði Astráð afvega „og hann virðist ekki gera sér nægilega grein fyrir því að þýðing Halldórs Laxness á skáldverki Hemingways heyrir þegar sögunni til.“ (102) Þessi síðasta fullyrðing er vægast sagt furðuleg. Þýðingin var endurútgefin óbreytt árið 1977 og hefur ugglaust verið allmikið lesin síðan sem og fyrir þann tíma, enda hef ég orðið var við að fjölmargir af minni kynslóð og þeim sem eftir koma hafa lesið þessa þýðingu. Það eina sem eftir stendur af aðfinnslum Sigfúsar, utan afhjúpun hans á mistökum sem ég hef þegar gengist við, eru fullyrðingar hans um smásmygli mína og „veiðigleði". Þetta er einnig meginatriði í ádrepu Einars Kárasonar sem fer heldur niðrandi orðum um „lúsaleit" Helgu gegnum textann. Hvorugur höfundurinn færir að því teljandi rök að nákvæm rýni af þessu tagi sé lítilsverð. Það er annars ekkert nýnæmi að rithöfundar ásaki bókmenntafræðinga um smámunasemi. Bókmenntafræðingar telja sjálfir gjarnan að nákvæmur textalestur þeirra eigi sér rætur annað hvort í svokallaðri nýrýni eða í hinni hefðbundnu textafræði (fílólógíu). En ég held hinsvegar að það séu fyrst og fremst rithöfundarnir sjálfir sem hafa kennt nútíma-gagnrýnendum slíka 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.