Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 57
Ekki að eins á jólunum
snerist í sífellu hljómplata, sem hvíslaði með reglubundnu millibili:
„Friður, friður." Allir þessir hlutir eru þeim mun dýrari, að það er
aðeins ætlast til að þeir séu notaðir nokkra daga á ári. En nú voru þeir
í notkun árið um kring. Eg varð hissa, þegar frændi minn sagði mér
dag nokkurn, að það yrði að endurnýja dvergana á þriggja mánaða
fresti og eitt sett kostaði hvorki meira né minna en 128 mörk. Hann
hafði beðið kunningja sinn, sem er verkfræðingiir, að styrkja þá með
gúmmílagi án þess að hljómgæðin minnkuðu. Þessi tilraun mistókst.
Kerti, hálfmánar, marsípan, jólatrésáskriftin, læknareikningar og
glaðningur ársfjórðungslega handa klerkinum, allt til samans, sagði
frændi minn að kostaði hann að meðaltali ellefu mörk á dag, svo að
ekki sé minnst á streitu og önnur einkenni heilsubrests sem fóru þá
að koma í ljós. En þetta var að haustlagi og menn töldu kvillana
tengjast minnkandi mótstöðuafli sem oft verður vart á þeim árstíma.
VII
Hin raunverulega jólahátíð var haldin á venjulegan hátt. Þó var eins
og fjölskylda frænda míns andaði léttar þegar einnig mátti sjá aðrar
fjölskyldur sitja við jólatré og aðrir þurftu líka að syngja og borða
hálfmána. En þessi léttir stóð aðeins yfir jólin. Um miðjan febrúar
kom fram sérkennilegur sjúkdómur hjá Lucie frænku minni. Hún
brast í móðursýkisgrát þegar hún sá jólatré á götum og ruslahaugum.
Síðar fékk hún ósvikið geðveikikast, sem reynt var að dylja sem
taugaáfall. Hún sló skál úr hendi vinkonu sinnar, sem hún var í
kaffiboði hjá, þegar sú bauð henni hálfmána með ljúfu brosi. Frænka
mín var reyndar það sem er kallað skapmikil kona. Hún sló semsagt
skálina úr hendi vinkonu sinnar, gekk síðan að jólatrénu hennar,
þreif það af fætinum og trampaði á glerkúlum, gervigorkúlum,
kertum og stjörnum og á meðan steig stöðugt öskur úr barka hennar.
Konurnar sem voru þarna samankomnar flýðu. Lucie var látin fara
hamförum og þær biðu í anddyrinu eftir lækni og neyddust til að
hlusta á að allt var mölvað inni. Mér fellur það þungt, en ég verð að
skýra frá því að Lucie var flutt burt í spennitreyju. Með langvarandi
dáleiðslumeðferð var unnt að stöðva æðið, en hinn eiginlegi bati kom
mjög hægt. Sérílagi virtust þau fyrirmæli læknisins að losa hana
undan kvöldhátíðinni verða henni til góðs. Hún fór að braggast að
nokkrum dögum liðnum. Eftir tíu daga gat læknirinn að minnsta
47