Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 60
Tímarit Máls og menningar
Hann varð einnig fyrstur til að fá þá hugmynd að láta leikara koma
í sinn stað við kvöldhátíðina. Hann hafði uppá iðjulausum nautna-
segg, sem hermdi með slíkum ágætum eftir honum að ekki einu sinni
kona hans tók eftir mannaskiptunum og heldur ekki börn hans. Það
var eitt barnabarnanna sem hrópaði skyndilega, þegar stutt hlé varð á
söngnum: „Afi er í röndóttum sokkum,“ um leið og það lyfti
buxnaskálmum slæpingjans, sigrihrósandi. Þetta atvik hlýtur að hafa
verið hræðilegt fyrir vesalings listamanninn. Fjölskyldunni var einnig
mjög brugðið og til þess að forða vandræðum var byrjað í flýti að
syngja sálm eins og svo oft í vandræðalegri klípu. Eftir að frænka var
komin í rúmið var ekki lengi verið að komast að því hver listamaður-
inn væri. Þetta var teikn um nær algjört hrun.
IX
Hvað sem öðru líður verður að hafa í huga að hálft annað ár er langur
tími og aftur var komið hásumar. Á þeim árstíma fellur ættingjum
þyngst að taka þátt í þessum leik. I hitanum narta þeir gleðisnauðir í
smákökur og piparkúlur og brosa stirðnuðu brosi á meðan þeir
brjóta uppþornaðar hnetur. Þeir hlusta á dvergana óþreytandi hamra
og hrökkva í kút þegar engillinn með rauða vanga hvíslar yfir
höfðum þeirra: „Friður, friður". En þeir þrauka og þrátt fyrir
sumarfatnað bogar svitinn af hálsi og vöngum og skyrtan límist við
þá. Réttara sagt, þeir hafa þraukað.
Peningar skipta engu máli, þvert á móti. Það var farið að stinga
saman nefjum um að Franz föðurbróðir væri farinn að beita slíkum
kaupsýsluaðferðum að tæpast væri lengur stætt á því að kalla hann
„kristilegan kaupmann“. Hann er ákveðinn í að koma í veg fyrir að
eignir hans rýrni. Viðhorf sem veitir okkur öryggiskennd en fyllir
okkur jafnframt skelfingu.
Eftir að slæpinginn hafði verið afhjúpaður varð bein uppreisn, sem
leiddi til málamiðlunar. Franz föðurbróðir kvaðst reiðubúinn að bera
kostnað af litlum leikflokki sem kæmi í stað hans, Jóhannesar, Karls
og Lucie. Það varð að samkomulagi að ætíð yrði eitthvert þeirra
fjögurra að taka þátt í eigin persónu, svo að unnt yrði að hafa hemil á
börnunum. Presturinn hefur tii þessa ekki tekið eftir þessum svikum
sem engan veginn er hægt að kenna við frómleika. Að undantekinni
50