Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 60
Tímarit Máls og menningar Hann varð einnig fyrstur til að fá þá hugmynd að láta leikara koma í sinn stað við kvöldhátíðina. Hann hafði uppá iðjulausum nautna- segg, sem hermdi með slíkum ágætum eftir honum að ekki einu sinni kona hans tók eftir mannaskiptunum og heldur ekki börn hans. Það var eitt barnabarnanna sem hrópaði skyndilega, þegar stutt hlé varð á söngnum: „Afi er í röndóttum sokkum,“ um leið og það lyfti buxnaskálmum slæpingjans, sigrihrósandi. Þetta atvik hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir vesalings listamanninn. Fjölskyldunni var einnig mjög brugðið og til þess að forða vandræðum var byrjað í flýti að syngja sálm eins og svo oft í vandræðalegri klípu. Eftir að frænka var komin í rúmið var ekki lengi verið að komast að því hver listamaður- inn væri. Þetta var teikn um nær algjört hrun. IX Hvað sem öðru líður verður að hafa í huga að hálft annað ár er langur tími og aftur var komið hásumar. Á þeim árstíma fellur ættingjum þyngst að taka þátt í þessum leik. I hitanum narta þeir gleðisnauðir í smákökur og piparkúlur og brosa stirðnuðu brosi á meðan þeir brjóta uppþornaðar hnetur. Þeir hlusta á dvergana óþreytandi hamra og hrökkva í kút þegar engillinn með rauða vanga hvíslar yfir höfðum þeirra: „Friður, friður". En þeir þrauka og þrátt fyrir sumarfatnað bogar svitinn af hálsi og vöngum og skyrtan límist við þá. Réttara sagt, þeir hafa þraukað. Peningar skipta engu máli, þvert á móti. Það var farið að stinga saman nefjum um að Franz föðurbróðir væri farinn að beita slíkum kaupsýsluaðferðum að tæpast væri lengur stætt á því að kalla hann „kristilegan kaupmann“. Hann er ákveðinn í að koma í veg fyrir að eignir hans rýrni. Viðhorf sem veitir okkur öryggiskennd en fyllir okkur jafnframt skelfingu. Eftir að slæpinginn hafði verið afhjúpaður varð bein uppreisn, sem leiddi til málamiðlunar. Franz föðurbróðir kvaðst reiðubúinn að bera kostnað af litlum leikflokki sem kæmi í stað hans, Jóhannesar, Karls og Lucie. Það varð að samkomulagi að ætíð yrði eitthvert þeirra fjögurra að taka þátt í eigin persónu, svo að unnt yrði að hafa hemil á börnunum. Presturinn hefur tii þessa ekki tekið eftir þessum svikum sem engan veginn er hægt að kenna við frómleika. Að undantekinni 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.