Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 84
Tímarit Máls og menningar
urinn“ er sá sem er virkur, sá sem skapar eitthvað frá grunni. Hann er sá sem
gefur efni form, sá sem getur af sér verk sitt. Hann er „skapari“, hann er
„faðir“ listaverksins eins og Guð er Höfundur heimsins, Skaparinn, Faðir-
inn. Og ef við höldum áfram að skoða tungumálið þá hefur hvorugkynsorð-
ið „skáld“ sömu tílvísanir til hugarflugs, sköpunar og valds eins og orðið
„höfundur". Þar af leiðandi er þetta málfræðilega hvorugkynsorð merking-
arlega karlkyns, samkvæmt hefðinni. Karlar eru „skáld“ — konur eru
„skáld-konur“.
Sköpunargáfan hefur þannig verið bundin kyni, kynferði karlmannsins,
og listaverkið var ávöxturinn af andlegum ástum hans og listgyðju hans.
Konur áttu engan aðgang að þessum heimi. Þátttaka þeirra var ekki bara
félagslega og menningarlega útilokuð heldur hreinlega óhugsandi vegna þess
hvernig þær voru skapaðar, þær voru af röngu kyni. „Bókmenntir eru ekki
og geta ekki verið viðfangsefni kvenna," skrifaði Robert Southey í frægu
bréfi til enn frægari konu, Charlotte Bronté, árið 1837.
Eftir að höfundurinn hefur skapað kvenpersónur sínar í ljóði eða sögu þá
á hann þær, „ræður yfir þeim og læsir þær inni í prentuðum textanum,"
segja Gilbert og Gubar (12). En kvenpersónurnar, læstar inni í textum
karlmanna, túlkaðar, skilgreindar og skapaðar af þeim, lýsa aðeins hug-
myndum karla um konur, draumum þeirra og ótta við konur. Oftar en ekki
hefur svo verið erfitt fyrir kvenkyns lesendur að skilja þessar hugmyndir
eða tengja sig við þær — hvað þá samþykkja þær eða samsama sig þeim.
I dag getum við lyft brúnum yfir kvenlýsingum í bókmenntum sem eru
gegnsýrðar af kvenfyrirlitningu — en á 19. öldinni horfði málið öðruvísi við.
Uppgangur borgarastéttarinnar í Evrópu hafði skapað stækkandi millistéttir
og leitt til breyttrar stöðu fjölskyldunnar. Konur í borgara- og millistéttar-
fjölskyldum voru lokaðar nær aðgerðarlausar inni á heimilunum og þær lásu
mjög mikið, voru meirihluti lesenda þess sem skrifað var (og eru raunar
enn). Forleggjarar og gagnrýnendur vissu af þessu og höfðu stundum
áhyggjur af því á 19. öldinni hvort ákveðnar bækur væru „holl“ lesning fyrir
konur. Með hliðsjón af öllum þessum lestri vilja Gilbert og Gubar „lýsa
hvoru tveggja, reynslunni sem skapar myndmál og myndmálinu, sem
verður reynsla“ (xiii) eða m. ö. o. hvernig kvenlýsingar karlanna hafa áhrif á
sjálfslýsingar kvenna í þeirra eigin bókum í eins konar samspili milli texta. I
þessu fylgja þær sálfræði-bókmenntasögutúlkun Harold Bloom sem talað
verður um hér á eftir.
Og þá skulum við snúa okkur að þeim bókmenntalegu fyrirmyndum sem
buðust konum á 19. öldinni. Gilbert og Gubar taka út tvær kvengerðir sem
þær segja að skjóti upp kollinum í öllum mikilvægustu karlabókmenntum
tímabilsins, en það eru engillinn og ófreskjan.3
74