Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar urinn“ er sá sem er virkur, sá sem skapar eitthvað frá grunni. Hann er sá sem gefur efni form, sá sem getur af sér verk sitt. Hann er „skapari“, hann er „faðir“ listaverksins eins og Guð er Höfundur heimsins, Skaparinn, Faðir- inn. Og ef við höldum áfram að skoða tungumálið þá hefur hvorugkynsorð- ið „skáld“ sömu tílvísanir til hugarflugs, sköpunar og valds eins og orðið „höfundur". Þar af leiðandi er þetta málfræðilega hvorugkynsorð merking- arlega karlkyns, samkvæmt hefðinni. Karlar eru „skáld“ — konur eru „skáld-konur“. Sköpunargáfan hefur þannig verið bundin kyni, kynferði karlmannsins, og listaverkið var ávöxturinn af andlegum ástum hans og listgyðju hans. Konur áttu engan aðgang að þessum heimi. Þátttaka þeirra var ekki bara félagslega og menningarlega útilokuð heldur hreinlega óhugsandi vegna þess hvernig þær voru skapaðar, þær voru af röngu kyni. „Bókmenntir eru ekki og geta ekki verið viðfangsefni kvenna," skrifaði Robert Southey í frægu bréfi til enn frægari konu, Charlotte Bronté, árið 1837. Eftir að höfundurinn hefur skapað kvenpersónur sínar í ljóði eða sögu þá á hann þær, „ræður yfir þeim og læsir þær inni í prentuðum textanum," segja Gilbert og Gubar (12). En kvenpersónurnar, læstar inni í textum karlmanna, túlkaðar, skilgreindar og skapaðar af þeim, lýsa aðeins hug- myndum karla um konur, draumum þeirra og ótta við konur. Oftar en ekki hefur svo verið erfitt fyrir kvenkyns lesendur að skilja þessar hugmyndir eða tengja sig við þær — hvað þá samþykkja þær eða samsama sig þeim. I dag getum við lyft brúnum yfir kvenlýsingum í bókmenntum sem eru gegnsýrðar af kvenfyrirlitningu — en á 19. öldinni horfði málið öðruvísi við. Uppgangur borgarastéttarinnar í Evrópu hafði skapað stækkandi millistéttir og leitt til breyttrar stöðu fjölskyldunnar. Konur í borgara- og millistéttar- fjölskyldum voru lokaðar nær aðgerðarlausar inni á heimilunum og þær lásu mjög mikið, voru meirihluti lesenda þess sem skrifað var (og eru raunar enn). Forleggjarar og gagnrýnendur vissu af þessu og höfðu stundum áhyggjur af því á 19. öldinni hvort ákveðnar bækur væru „holl“ lesning fyrir konur. Með hliðsjón af öllum þessum lestri vilja Gilbert og Gubar „lýsa hvoru tveggja, reynslunni sem skapar myndmál og myndmálinu, sem verður reynsla“ (xiii) eða m. ö. o. hvernig kvenlýsingar karlanna hafa áhrif á sjálfslýsingar kvenna í þeirra eigin bókum í eins konar samspili milli texta. I þessu fylgja þær sálfræði-bókmenntasögutúlkun Harold Bloom sem talað verður um hér á eftir. Og þá skulum við snúa okkur að þeim bókmenntalegu fyrirmyndum sem buðust konum á 19. öldinni. Gilbert og Gubar taka út tvær kvengerðir sem þær segja að skjóti upp kollinum í öllum mikilvægustu karlabókmenntum tímabilsins, en það eru engillinn og ófreskjan.3 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.