Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 90
Tímarit Máls og menningar Saga brjáluðu konunnar, ófreskjunnar, er oft harmsaga og Gilbert og Gubar halda því fram að kvenhöfundurinn færi eigin uppreisnarlöngun, ótta og reiði yfir á þessar kvenpersónur: Með því að yfirfæra reiði sína og vanlíðan á þessar hræðilegu per- sónur, með því að skapa skuggalegan tvífara fyrir sjálfar sig og kvenhetjur sínar gátu kvenhöfundar bæði samsamað sig þeirri menn- ingu sem feðraveldið hafði þröngvað upp á þær og endurskoðað hana um leið. (79) Kvennabókmenntasagan verður ekki skrifuð eftir líkani Bloom. Það er ekki hægt að færa Odipuskomplex drengja óbreyttan yfir á stúlkur og kalla Elektrukomplex, eins og Jung gerði (Freud til sárrar hrellingar). Hins vegar gefur auga leið að það verður að skoða kvennabókmenntasöguna í samhengi við karlabókmenntirnar, það er alls konar samband þar á milli. Gilbert og Gubar vilja tala um kvennabókmenntir sem þátt í menningu kvenna sem sé ekki spegilmynd af karlamenningunni og ekki nauðsynlega samstiga henni, heldur verði fyrir áhrifum frá henni og hafi áhrif á hana — í díalektísku samspili. Þessi þáttur í menningu kvennanna lýtur sínum eigin lögmálum og hefur sínar hefðir. Hann hefur sínar neikvæðu hliðar sem koma fram í alls kyns vanmetakennd og í „óttanum við að vera höfundur“. En valdaleysið og undirskipunin getur líka verið örfandi, það er allt að vinna, engu að tapa. Og síðustu árin hefur það síðastnefnda orðið æ meira áberandi, segja Gilbert og Gubar: „. . . kvenhöfundar hafa litið á sjálfar sig sem brautryðj- endur og það hefur brotist fram í svo ástríðufullri sköpun að félagar þeirra, karlarnir, hafa varla upplifað annað eins síðan á endurreisnartímabilinu, eða a. m. k. ekki síðan á rómantíska tímabilinu." (50) I þriðja hluta inngangsins leggja Gilbert og Gubar síðan fram eins konar fagurfræðilega stefnuskrá. Þær leggja út af sögu Mary Shelley, Síðasti maðurinn (The Last Man) 1826, þar sem segir frá því þegar hún og vinur hennar fundu helli Sybillunnar. A hellisgólfinu liggja barkarblöð, á þau eru ritaðar spásagnir gyðjunnar, torskildar, samhengislausar, á mörgum fram- andi tungumálum. Þessum blöðum raðar Mary saman og túlkar þau, það er sagan af síðasta manninum. A sama hátt og Mary Shelley endurgerir boðskap hinnar miklu gyðju, hinnar skapandi vitru og voldugu formóður og lætur hana hvetja sig til dáða, verðum við að safna saman skilaboðum mæðranna í bókmenntunum og láta þjáningar þeirra og draumsýnir segja söguna af einni konu, „móður okkar allra“, frummóðurinni, konunni sem fól sannleikann í verkum sínum. Þar hefur hann beðið og nú er hans tími upp runninn og hið forna Atlantis, móðurlandið, mun hefjast úr djúpunum. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.