Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 95
Kvennamdl og kvennamenning reiði. Þessi krafa um trúverðugleika, heildarmynd og rökfestu er feðraveld- iskrafa — krafa sem konur hafa ekkert við að gera, að mati Toril Moi. Vegna þess að þessi krafa byggir á ákaflega einföldum, en þó flóknum, hugsunar- hætti um að allt „sem er í tákni “fallos“ og “logos“ (rakanna) sé fagurt og satt — allt annað sé ruglingslegt, tætt, neikvætt, ógnandi eða ekki til.“ (Toril Moi, 1985, 66-67) I kvennarannsóknum í bókmenntum hefur raunsæi löngum verið tekið fram yfir módernisma. Þrátt fyrir pólitískar og róttækar forsendur hefur verið „lík í lestinni" þ. e. fagurfræði feðraveldisins, segir Toril Moi. Og niðurstaða hennar er sú að Gilbert og Gubar og fleiri bandarískir femínistar séu fræðilega ekki nógu róttækir, í verkum þeirra séu átök og spenna á milli femínískrar róttækni og feðraveldisfagurfræði. Toril Moi er hins vegar á þeirri skoðun (eins og Frakkarnir) að ef konur eigi samstöðu með einhverj- um séu það módernistarnir sem hundsi hefðir feðraveldisins, jafnt í hugsun sem í tjáningu — þar sem „and-menningin“ sé róttækust eigi konur að vera. Mál födur Derrida Gilbert og Gubar svara gagnrýni „féminine écriture“ kvennanna óbeint í nýrri grein og eru mælskar og fyndnar að vanda.13 Þær segja að óneitanlega séu kenningar frönsku femínistanna heillandi og æsilegar og útópíur þeirra mun andríkari en bandarískur veruleiki. Það hafi nefnilega verið gerðar femínískar rannsóknir í Bandaríkjunum á því hvernig konur tala og tjá sig öðru vísi en karlar og niðurstöðurnar séu heldur dapurlegar. Ef konur tali „kvennamál“ séu þær skoðaðar sem hálfvitar — ef konur tileinki sér ekki þetta mál séu þær einangraðar og taldar ókvenlegar (Gilbert og Gubar, 1985, 519). En þó að reynsluþekking bandarískra kvenna sé ógn rasssíð í samanburði við hástökk þeirra frönsku sé samt lítil ástæða til að falla flatur fyrir „nýjustu Parísartískunni“ hverju sinni. Þær benda á, að þó að bandarískar og franskar kvennakenningar séu gjörólíkar eigi þær það sameiginlegt að ganga út frá því að konur hafi aldrei brotist fram í tungumálinu með reynslu sína, líkamlega og sálarlega, en þetta sé alrangt. Nýjustu kenningar um tungumálið í þjónustu kvenna séu engan veginn að kynna þetta efni til sögunnar og þær nefna mörg dæmi um hugleiðingar og tilraunir eldri skáldkvenna með tungumálið, allt frá gagn- rýni til nýsköpunar — persónulegs tungumáls. Hins vegar hafi þessar tilraunir kvennanna ekki svifið í lausu lofti, bókmenntasögulega. Við verð- um að skoða samspilið milli karla og kvenna í þessu sambandi sem öðrum. Það skýtur skökku við að mati Gilbert og Gubar, ef módernistar alda- mótanna svo sem James Joyce (sem Héléne Cixous skrifaði doktorsritgerð um) eiga nú skyndilega að vera uppreisnargjörn fyrirmynd kvenna. Vissu- 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.