Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 96
Tímarit Máls og menningar lega var Joyce stílsnillingur en kvenfrelsissinni var hann varla og hinn móderníska aldamótakynslóð karla var bæði rugluð, reið og æst yfir æ hvassari kvenréttindakröfum og innrás kvenna í karlamenninguna. Á 19. öldinni hafði bandaríski höfundurinn Hawthorne stunið yfir „bölvuðum, krotandi kvennaskríl“ sem væri að leggja undir sig markaðinn og ástandið átti eftir að versna. Henry James lætur einn karla sinna segja í Bostonbúun- um: „Oll kynslóðin er kvengerð: karlmennskutónninn er að deyja út í heiminum; þetta er kvenleg, taugaveikluð, móðursjúk, hræsnisfull öld.“ En öll él birtir upp um síðir og James Joyce fagnaði þegar hann fékk The Waste Land í hendurnar og mælti svo, að þetta ljóð „byndi enda á hugmyndina um Ijóðlist fyrir kvenfólk." Þennan ótta við konur og tjáningu þeirra, mál þeirra, sem birtist í ofannefndum dæmum og fleirum, má rekja djúpt ofan í sálarlífið til sambandsins við móðurina, segja Gilbert og Gubar. Og óttans við „móður- málið“. Það er nefnilega ekkert til sem heitir „föðurmál“. Lengi héldu lærðir menn í latínuna og skoðuðu hana sem föðurmál sitt — í sínum hópi. Þegar evrópskir höfundar byrjuðu að skrifa á hinum „ruddalegu" heimatungum sínum á miðöldum varð að réttlæta það með ráðum og dáð. Og módernist- inn Ezra Pound hafði ekki alveg kyngt þessu þegar hann skrifaði að skáldið Chaucer hafi í raun ekki horfið til móðurmálsins á miðöldum af því að þá hafi hugsunarháttur verið alþjóðlegri en nú er og enskan hluti af eins konar Evrópumáli — „föðurmáli". Afrek Chaucer var að þýða hugsun latínunnar á hið frumstæða móðurmál. „Hann hafði fundið nýtt tungumál, sem hann hafði að mestu fyrir sig einan, og bauðst stórkostlegt tækifæri. Ekkert var skemmt, ekkert gatslitið." (Gilbert og Gubar, 1985, 533) Á þennan hátt hafa karlar ævinlega reynt að búa til veruleika fyrir sjálfa sig í tungumálinu, veruleika þar sem þeir hafa yfirburði og sérstöðu, veruleika sem er hafinn fyrir venjulegt „gróft“ mál mæðra, eiginkvenna og dætra. Og þar eru Lacan og Derrida og bandaríski Yale-skólinn engar undantekningar, segja Gilbert og Gubar. Þeir karlar og fylgisfólk þeirra séu í raun að reyna að skapa nýtt feðraveldi í bókmenntafræðunum þar sem endurvakið skuli „vald Orðsins sem sé Alföðurins" (Gilbert og Gubar, 1985, 535). I annarri grein (óbirtri)14 hnykkja þær á þessum hugmyndum þ. e. að módernisminn og framúrstefna í meðferð tungumálsins hafi verið og sé sjálfsvörn gegn því afli sem kvennabókmenntirnar voru að verða og urðu bæði á sviði „alvarlegra“ bókmennta og skemmtibókmennta. Módernism- inn í bókmenntunum sé „ótti við áhrif“ frá konunum. Poststrúktúralisminn í bókmenntafræðunum sé mótleikur gegn femínískum kvennarannsóknum í og utan háskólanna. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.