Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 105
Godgá Hjalta Skeggjasonar höfundur hefði naumast valið orðið goþ í þessu sambandi, ef þetta hefði ekki verið almennt tungutak fólks á þessum tíma. — A það má svo benda til gamans, að í tveimur tungumálum, skyldum íslensku, hefur stutt o varð- veist, í ensku god, í þýsku Gott. Um það er heldur ekki að villast, að sá guð sem höfundurinn er að tala um, er guð kristinna manna. Ohugsandi er að lærður maður á 12. öld — en lærður maður á þeim tíma var eiginlega sama sem prestlærður — hefði komist svo að orði, að sú kona sem göfgaði, þ.e. tignaði, heiðin goð væri sjálf góð. Það hefði fremur verið kallað fordæðuskapur, sem þá varðaði við lög. Eins og áður segir má telja nær fullvíst, að stafsetning og framburður höfundar málfræðiritgerðarinnar hafi einnig verið stafsetning og framburð- ur Ara fróða. Og það sem mest er um vert: Engin rök eru sjáanleg gegn því, að þegar Hjalti Skeggjason segir: „Vil ek eigi goþ geyja“, þá hafi hann verið að segja sem kristinn maður: Ég vil ekki lasta guð, ég met Freyju sem tík. Og hafi þá Freyja verið í huga hans tákn fyrir öll hin heiðnu goð. Með rökstuðningi fyrir þeirri tilgátu, sem ég hef hér sett fram, tel ég mig ekki hafa sannað neitt af eða á. Það er bágt að sanna hvað í hug manns býr, ef orð hans þykja orka tvímælis, ekki síst þegar orðin eru aðeins skrifaðir bókstafir löngu liðinna manna. Varðveitt handrit koma okkur að litlu gagni í þessu efni því að eins og áður er sagt er í handritum frá 13. öld óhikað notuð ritmyndin goþ um guð kristinna manna í kirkjulegum textum. Einnig má sjá guð í merkingunni heiðin goð og þá oftast í hvk. flt. Þannig er t.d. í stafréttri útgáfu á Snorra- Eddu í Ormsbók, útg. Finnur Jónsson o.fl. Khöfn 1924. Þetta kemur einnig fyrir í Ólafs sögu helga í Heimskringlu, í þeim útgáfum sem ég hef séð. (Kannski var þetta ritháttur Snorra sjálfs?) En þótt engar sannanir hafi hér verið lagðar á borðið, tel ég mig hafa leitt rök að því, að tilgáta mín eigi rétt á sér eigi síður en aðrar, sem komið hafa fram. Samkvæmt henni væri kviðlingurinn þannig, ritaður að nútíma hætti: Eg vil ekki guð geyja, grey þykir mér Freyja. Þá er ekkert misræmi milli vísuorðanna tveggja. Þau þarfnast engra skýringa og valda engum heilabrotum. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.