Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 127
Umsagnir um bækur FORNGRÍSK MENNINGARARFLEIFÐ Arisioteles: Um sdlina Sigurjón Björnsson þýddi Hið íslenska bókmenntafélag 1985 Það kann að þykja langt seilst til fengs að snara á íslensku tuttugu og þriggja alda gömlu grísku sálfræðiriti, enda ekki auðgert að brúa bilið að því marki, að 20. aldar lesendum verði hugsun hins forngríska spekings að fullu ljós. I þenn- an vanda hefir Sigurjón Björnsson ráðist og Hið íslenska bókmenntafélag gefið bókina myndarlega út. I inngangi gerir þýðandi grein fyrir Aristotelesi og þeim menningaraðstæð- um, sem hann bjó við. Hann var ágæt- lega menntaður, nam og kenndi um ára- bil við akademíu Platons, enda gætir áhrifa þaðan víða í ritum hans, þótt sjón- armið og rannsóknaraðferð þeirra séu ólík. Aristoteles gagnrýnir einnig kenn- ingar nokkurra annarra eldri spekinga. Verða þær rökræður á köflum mjög flóknar og reynir á lærdóm og lipurð þýðandans að leiða lesendur sína yfir þær torfærur. Auk þess ræðir hann um ástand ritanna, en þau hafa geymst mis- jafnlega, sum glötuð algerlega, önnur aðeins til í brotum og í yngri afritum þau sem teljast nokkurn vegin heil — rétt eins og við þekkjum um íslensk miðaldahandrit, sem eru þó miklu yngri. Þessi greinargerð Sigurjóns greiðir okkur leið til skilnings á sálarfræði Aristotelesar. Hann dregur fram sérstaklega muninn á hugsunar- tækni þeirra Platons. „Annar var hinn skáldlegi og hagvirki listamaður, sá sem sá stórar sýnir og setti þær oft og tíðum fram á dýrlegu líkingamáli. Hinn er kaldur raunhyggjumaður, gætinn og varfærinn og gætti þess að fara ekki lengra en staðreyndir, reynsla og almenn skynsemi leyfði". Hvernig sem ber að skýra muninn er gott að hafa þessa ábending í huga, þegar við reynum að skilja hin varfærnu skref, sem hugsun Aristotelesar stígur. Hann vill skýrgreina þegar í byrjun þann vanda, sem við er að fást, og láta kenning sína síðan rísa á grunni stað- reynda. Þó að Sigurjón nefni Aristoteles raunvísindamann, gerir hann sér afstæði slíkrar skýrgreiningar vel ljóst. Aristo- teles er bundinn af ríkjandi heims- skoðun sinnar tíðar og jafnvel eigin kreddum, sem ekki styðjast við raunvís- indi. Til dæmis um það nefnir Sigurjón hina teleologisku heimsmynd, þ. e. að allir hlutir eigi sér yfirskilvitlegan til- gang (telos). „Strúktúr fyrirbæra er að hans áliti merkingarlaus nema hann sé til einhvers“ (44). Við ber einnig að traust hans á rökvísi hugsunar tæli hann út fyrir staðreyndamörkin. Grundvallarhugtök í heimspeki Aristotelesar eru hyle og eidos, þ. e. efni til einhvers og form sem efnið fellur í og öðlast þannig fullnun sem hlutur en þó framar öllu sem lífvera. „Tiltekinn hlut- ur er því hvort tveggja í senn efniviður og form og þetta tvennt verður ekki sundur skilið" (45). Um þetta grundvall- aratriði greinir Aristoteles á við meistara sinn Platon. Sigurjón leitast einnig við að skýra entelechie-hugtakið, eins konar eðlislæga stefnumarkandi þroskameg- 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.