Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 129
skilur á milli dauðrar og lifandi tilveru: jurtin nærist og tímgast, dýrið einnig og hefir auk þess skynjun, en maðurinn einn er gæddur hugsun. Nánari greinar- gerð um þetta er ekki sérlega ljós. Hér kemur inn tilgangskenningin, allt á að kenna við tilgang sinn og „þá má segja að frumsálin sé tímgunarlögmál veru, sem getur af sér aðra henni líka“ (120). Annars ver Aristoteles mestu rúmi II. bókar til að fjalla um skynjunina, fyrst almennt og síðan um hvert skyn sérstak- lega. Hér nýtur sín hinn athuguli raun- vísindamaður. Hann bendir á margt at- hyglisven, þótt hann skorti þekking, t. d. á eðli ljóss og byggingu augans. Stundum minna spurningar hans á gáfað barn: hvers vegna sér augað ekki sjálft sig, heyrir eyrað ekki sjálft sig? Hann gerir ljósa grein fyrir mismunandi fjar- lægðarskynjun, auga og eyra skynja yfir vítt bil, en bragð- og sneniskyn aðeins í nálægð. Honum er ljóst að sum dýr hafa næmari skyn en menn. Eitt skyn telur hann þó betur þroskað hjá manni en dýri, snertiskynið. Eg stilli mig ekki um að vitna í orð hans um það. Varðandi snertiskynið hins vegar ber maðurinn langt af öðrum. Þess vegna er hann líka skynsamastur allra dýra. Sönnunin, sem Aristoteles færir fyrir síðari staðhæfingunni (135), er varla sannfærandi; samt hafa nútíma hugsuðir bent á samsvörun milli þrotlausrar starf- semi heilans og leikni handarinnar, eins og eg hefi bent á annars staðar: „. . .höndin, sem fæst við efnið, klýfur það og vinnur, seiðir ávallt fram úr leynd þess nýja áþreifanlega og sýnilega eiginleika". (Sbr. M. J. Nýjar mennta- brautir, bls. 46 n. m.). Með því að Aristotelesi er ókunnugt um starfsemi heila og tauga lendir hann í nokkrum vanda með kenning sína um Umsagnir um bœkur nauðsynlega fjarlægð skynviðfangs frá skynfæri. Hjá sjón og heyrn er fjar- lægðin sjálfgefin og raunar einnig hjá ilman. En snerting og bragð, gerast þau milliliðalaust? Hann leysir vandann þannig: sýn, hljóð og ilmur berast til viðeigandi skyna um vatn og loft. Nú er líkami gerður úr jarðefni, gegnum það efni (holdið) hljóta því snertihrifin að berast snertiskyninu, í skynmiðstöð sem A. telur hjartað geyma.....í samræmi við þá skoðun nútímamanna, að bragð og snerting gerist við snertingu en annað skyn í fjarlægð“ (141). Aristoteles leiðir fleiri rök að hlutverki millirýmis, en þetta verður að nægja hér. í III. bók heldur Aristoteles áfram hugleiðingum um skynjun, en bætir í raun litlu við það sem hann hafði sett fram í bók II. Hann snýr sér brátt að vitrænum eiginleikum sálarinnar, fyrst að ímynd- un og síðan að hugsuninni sjálfri. Hún er manninum einum gefin og gerir hann hæfan til að þekkja og skiíja. Hún er óháð ástandi líkamans, svo sem hita og kulda. Hinn hugsandi þátt sálarlífsins nefnir Aristoteles aðsetur forma. „Skynið er ekki óháð líkamanum, en skynsemin er aftur á móti skilin frá hon- um. . . . Hún verður virk af sjálfsdáð- um . . . og getur hugsað sjálfa sig“ (sbr. 157-58). Aristoteles leggur áherzlu á þetta. Skynsemin „er sjálf hugsanleg eins og hugsunarviðföngin. I raun gildir það um óefnisleg fyrirbæri, að sá sem hugsar er eitt og hið sama og það sem hugsað er. Því að fræðileg þekking og viðfang hennar er það sama“ (159). Þetta er geysiskarpleg athugun hjá Ar- istotelesi. Hún er raunar grundvallar- hugsun í heimspeki Vesturlanda, eink- 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.