Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 13
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn drukkins bóhems, gæti orðið hættulegt fordæmi á erfiðum tímum. Og hann reyndi að særa burt frá lesendum sínum uppgjafarhneigðir í háðslegu kvæði sem lýkur á þeirri staðhæfingu að: í þessum heimi er ekki erfitt að drepast miklu erfiðara er að skapa líf. Fimm árum síðar skaut Majakovskí sig. Majakovskí átti sér allt aðra fortíð en Blok og Jesenín, hann varð snemma föðurlaus, fjölskyldan bjó í Moskvu við heldur kröpp kjör, dreng- urinn slóst snemma í för með þeim armi sósíaldemókrata sem var farið að kalla bolsévika — og komst meira að segja í fangelsi fyrir hjálpsemi sína við þá byltingarseggi. Majakovskí komst líka kornungur í tæri við unga mynd- listarnema og skáld í uppreisnarhug sem komu sér saman um að ýta úr vör rússneska fúturismanum, og varð brátt einn helsti forsprakki þeirra. Fútúristar sögðust vilja skapa nýja list í takt við tímann. Þeir afskrifuðu með mikilli fyrirlitningu eldri skáldskap, málfar hans, táknsæi og myndefni — Púshkín og Tolstoj vildu þeir kasta fyrir borð á hraðskreiðu dampskipi sinna tíma. Þeir hræktu líka á borgaralegar dyggðir, stefnuskrá þeirra hét „Smekk almennings gefið á kjaftinn“, nafnið eitt segir sína sögu. Þeir hófu til vegs í ljóðum borgina og undur tækninnar, hið grófa tungutak götunnar, fréttir, auglýsingar og margt fleira þesslegt hlaut þann þegnrétt í ljóðakver- um sem áður bar næturgala, trjágöngum og sólsetri. Sjálfshafning á kostnað náttúrunnar og sögunnar var einn þáttur þess frelsis sem fútúristar tóku sér — í kvæðinu „Ský í buxum“ ( 1915) treður Majakovskí sólinni í auga sér sem einglyrni og teymir Napóleón á eftir sér eins og hvert annað hund- kvikindi. Annar þáttur frelsisins var að reyna sem mest á þolrif rússneskrar tungu, meðal annars með glæfralegri orðasmíð — þess voru og dæmi að fútúristar ortu heil kvæði sem lifðu eða dóu á hljómi sínum einum saman, marktæk orð var þar ekki að finna. Krútsjonikh kvað til dæmis á þessa leið: Bír búl shíl úbeshkúr vi so bu r 1 es. Mörgum þótti lítil alvara í framgöngu fútúrista, hún væri fyrst og fremst bóhemskur leikur að því að ganga fram af góðborgurunum. En kannski hafði Vladimír Majakovskí nokkra sérstöðu meðal þeirra, á bak við ærslin og mannalætin í kvæðum hans mátti greina ósvikinn sársauka, ástríðu — og vilja til að þjóna málstað. I „Ský í buxum“ segir hann um þá byltingu sem hann telur vera í vændum ( þýðing Geirs Kristjánssonar): þegar henn- ar dagur kemur 403
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.