Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 14
Tímarit Máls og menningar skal ég rífa út sál mína troða á henni svo hún verði stór! -og rétta ykkur hana alblóðuga, sem fána. Majakovskí stóð svo sannarlega við þetta loforð. Hann orti einhvern hreinræktaðasta áróðurskveðskap sem um getur, margt af honum birtist á plakötum eða í dagblöðum. Þetta eru skammir um hvítliðagenerála og auð- valdsforsprakka, liðhlaupa og landabruggara, eða hvatningarorð til þeirra sem eiga að berjast við spekúlanta og kenna fólki að lesa og þvo sér. Hann lofsyngur vatnsklósettið í nýjum verkamannabústöðum og rafvæðingar- áætlun Leníns. Engin verkefni eru fyrir neðan virðingu skáldsins, og kannski skiptir skáldið sem einstaklingur ekki lengur neinu máli. I „150.000.000“ (1919) segir Majakovskí þetta kvæði sitt vera einskismanns- verk, höfundur þess sé einna helst þær hundrað og fimmtíu miljónir sem byggja land byltingarinnar og eru nú allar komnar af stað í líki mikils risa sem veður Atlansála eins og ekkert væri og ætlar að sýna Wilson Banda- ríkjaforseta og auðvaldinu yfirleitt í tvo heimana. Skáldið afsalar sér höf- undarstolti, enda er hugmynd kvæðis hans sú ein: að skína því sem á morgun kemur. í kveðskap Majakovskís kemur fram feiknalega sterkur þjónustuvilji, hann var reiðubúinn til þess að „grípa um kverkarnar á eigin söng“ eins og hann komst að orði í einu síðasta kvæði sínu, „Fullum hálsi“ (1930) — og staðhæfði reyndar um leið, að hann hefði aldrei séð eftir því. En eins og kemur fram í merku kvæði frá árinu 1926, „Talað við skattheimtumann um skáldskap", þá verður þjónustan beiskju blandin áður en langt um líður. Eldmóður byltingaráranna dvínar, hvunndagsleiki hins nýja samfélags er annar en ætlað var. Majakovskí yrkir þegar á líður æ meir um hina „innri“ óvini hugsjónar hans um fagurt Mannlíf og eins er víst að þeir sem ferðinni ráða í byltingarríkinu láti sig skáldskap blátt áfram litlu varða. I ofan- greindu kvæði er skattheimtumaðurinn gerður að tákni og ímynd lágkúru- legs vanmats á framlagi skáldanna og talað fullum hálsi um stórfengleik þess og mikilvægi: Skáldskapur er sama og vinnsla á radíum Hvert unnið gramm 404 \
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.