Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 17
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn ar. En þeir voru ekki kreddumenn, hvorki í pólitík né fagurfræði. Margir hinna þekktustu meðreiðarsveina voru meðlimir í eða tengdust hópi sem kallaði sig Serapíonbræður. Serapíonbræður komu fyrst saman 1921 og gáfu út mjög „ópólitíska“ stefnuskrá. Þeir sögðu: þegar við erum knúðir svars um það, hvort við séum með eða á móti kommúnistum, þá segjum við: við erum á bandi einsetumannsins Serapíons (sem er persóna í sögu eftir E.T.A. Hoffmann, sagnameistara rómantíkurinnar þýsku). Þeir kváð- ust og vilja andæfa „þvingun og leiðindum" og því að allir skrifi eins. Þeir voru hver öðrum ólíkir, en í þeirra röðum voru höfundar sem helst héldu á lofti í sovéskum bókmenntum persónulegri hugkvæmni í stíl, húm- or og fantasíu. Reyndar var það svo, að flestir þeirra sem síðar settu sterkan svip á sovéska skáldsagnagerð voru Serapíonbræður eða tengdust þeim — Vsévolod Ivanov, Jevgení Zamjatín, Mikhaíl Zosjenko, Konstantín Fedín, Leoníd Leonov, Mikhaíl Búlgakov, Valentín Katajev. En pólitísk örlög þeirra urðu mjög misjöfn — meðal þeirra sem nú voru nefndir eru bæði máttarstólpar sósíalrealismans og svo menn sem lentu í ritbanni og útlegð. Astandið í bókmenntaheiminum var um margt endurspeglun á því sem var að gerast í samfélaginu. Kommúnistaflokkurinn fór með öll pólitísk völd — í umboði öreiganna að því er kenningin hermdi — en því fór fjarri að innan hans væri einhugur um það hvernig standa skyldi að uppbyggingu samfélagsins. Foringjar bolsévika voru sammála um, að þeirra skilningur á marxisma skyldi hafður að leiðarljósi jafnt í verklýðsfélögum sem í vísind- um og skáldskap — en hvað þýddi það í raun og veru? Sjálfir voru byltingarforingjarnir aldir upp á Tolstoj og Gorkí, hinni miklu raunsæishefð rússneskra bókmennta, og því lítt hrifnir flestir af af- neitun fortíðarlistar sem einkenndi bæði fútúrista og öreigaskáld. I annan stað hafði Kommúnistaflokkurinn alls ekki brotið samfélagið undir vilja sinn í þeim mæli sem síðar varð. Lenín hafði í byrjun þriðja áratugarins tekið upp NEP, Nýju efnahagsstefnuna, sem gerði ekki aðeins ráð fyrir sjálfstæðum smábúskap bænda heldur og einkaframtaki í þjónustu og smáframleiðslu. Og þótt ritskoðun væri í gangi og Kommúnistaflokkurinn réði beint og óbeint flestum blöðum og tímaritum voru um miðjan áratug- inn starfandi mörg einkafyrirtæki í bókaútgáfu, sem gátu orðið þeim höf- undum bakhjarl, sem ekki voru í náðinni hjá ríkisforlögum. Miðstjórn Kommúnistaflokksins reyndi fyrir sitt leyti að höggva á bók- menntahnútinn með stefnumótandi samþykkt, sem út var gefin 18. júní 1925. Það skjal er hið merkilegasta fyrir margra hluta sakir. I samþykktinni er gengið út frá því sem vísu að beinar hliðstæður séu á milli samfélags og bókmennta. Þess vegna, segir þar, kemur ekkert frekar til mála að hætta við stéttabaráttuna á sviði bókmennta en að hætta við 407
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.