Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 20
Tímarit Máls og menningar um líftóruna. Þessi ástríðulausa frásögn af því, hvernig synir rísa gegn föð- ur, verður þeim mun óhugnanlegri sem hún er blönduð innskotum um smámuni eins og það, hvenær rauðliðar komast í bað og hvað þeir fá að éta — og hlýlegum orðsendingum til móðurinnar um að hún hugsi sem best um hestinn Stjopa, sem eftir er heima, þvoi fætur hans upp úr sápu sem geymd er á bak við helgimyndirnar og „ þá mun guð ekki yfirgefa yður“. Enda þótt Isak Babel væri vafalaust maður byltingarinnar og þótt höfð- ingi á borð við Maxím Gorkí bæri lof á sögur hans, var ekki skortur á gagnrýnendum og áhrifamönnum (meðal þeirra var sjálfur herstjóri Rauða riddaraliðsins, Búdjonní) sem sökuðu höfundinn um kvalalosta, hunsku og níð um göfuga hermenn byltingarinnar. í deilum sem risu um þessar sögur kom skýrt fram sú krafa sem átti eftir að verða allsráðandi í sovésku bók- menntalífi: höfundur hefur ekki tekið skýra afstöðu í hinum stærstu mál- um fyrr en hann skammtar „okkar mönnum" meira af jákvæðum eiginleik- um en neglir andstæðingana upp við grimmd og fólsku. Hann á m.ö.o að sýna sem mesta hlutdrægni. Sjálfur skrifaði Babel fátt eftir þetta (einkum sögur og leikrit um líf Odessugyðinga) — og hann lenti síðar í kvörninni miklu, hreinsunum Stalíns, og lést í fangabúðum í Síbiríu árið 1941. Einhverja merkilegustu og heillegustu lýsingu þess tíma sem hér um ræðir er að finna í skáldsögunni „Lygn streymir Don“ eftir Mikhaíl Sho- lokhov (1905- 1984) sem kom út í fjórum bindum á árunum 1928-1940. Þessi mikla saga gerist ekki meðal verkamanna, ekki meðal þeirra sem samkvæmt stöðu sinni í þjóðfélaginu mynduðu „dæmigert byltingarum- hverfi“. Sovéskar bókmenntir segja reyndar, þegar á heildina er litið, mun meira um bændur eða menntamenn andspænis kostum sem í boði voru byltingarárin en um verkamenn — tilraunir Öreigaskálda til að breyta þeim hlutföllum skiluðu ekki árangri. Sholokhof sagði, eins og aðrir höfundar, frá fólki og atburðum sem hann þekkti best. Hann var upp alinn í kósakka- byggðum. Kósakkar voru reyndar líklegir til að taka byltingunni með miklum fyrirvörum eða snúast beinlínis gegn henni. Þeir voru bændur og um leið uppistaðan í riddaraliði keisarans, voru efnaðri og áttu sér aðrar hefðir en rússnesku bændakurfarnir, sem þeir iitu niður á, þeir voru aldir upp í hermennskudyggðum og oft hafðir til að brjóta á bak aftur uppsteit gegn yfirvaldinu, hvort sem þar fóru Pólverjar, stúdentar eða marxistar. „Lygn streymir Don“ var óralangt frá nýjabrumi í skáldskap, sjálft varð þetta verk áhrifamikið framlag til þess að sovéskar bókmenntir héldu sig sem mest innan hefðar hinnar lygnu og breiðu og raunsæju rússnesku skáldsögu nítjándu aldar. Því er stundum haldið fram að jafn gjörólíkir menn og Mikhaíl Sholokhov og Alexander Solzhenytsin séu í bókmennta- legum skilningi synir Tolstojs og hefur oft meiru verið logið. „Lygn j 410
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.