Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 26
Tímarit Máls og menningar um virka þátttöku skálda í uppbyggingu og framförum og ljóðaheims snill- inganna Osips Mandelstams, Onnu Akhmatovu og Borisar Pasternaks. Þeir fussuðu yfir þeirri „skilgreiningu skáldskapar“ hjá Pasternak að hann sé „einvígi næturgala" eða þá sveittir lófar þess hirðis sem stjörnuna rekur til húsa (þýðing Geirs Kristjánssonar) Það hljómaði eins og hver önnur móðgun við fimm ára áætlunina og víg- orð hennar um sovétmanninn sem herra náttúrunnar að Pasternak gerði ósnortna náttúru að helsta samverkamanni skáldsins, að forsendu skáld- skapar og siðferðilegum mælikvarða. Það var talið til formalísks drembi- lætis, að skáldið reyndi að höndla heim allan í fáeinum línum með hraðri og djarfri myndvísi sem var ekki smeyk við að tefla saman hlutum sem ekkert virtust eiga sameiginlegt: Blær straukst um hafið frá Marokkó Sandrok á landi. Arkhangelsk hraut undir snjó Bylgjuljós runnu. Þornað var uppkastið að kvæðinu um spámanninn og við Ganges rofaði af degi. . . (þýðing Geirs Kristjánssonar) Árið 1928 kom síðasta ljóðabók Mandelstams út og sjálfur lést hann í fangabúðum um það bil áratug síðar. I fimmtán ár voru ekki prentuð ný verk frumsamin eftir Önnu Akhmatovu og í tíu ár fréttist ekki annað af Pasternak en hann væri að þýða Shakespeare og Goethe. Besta þjóðfélagið, bestu bókmenntirnar Árið 1934 var haldið stofnþing Sambands sovéskra rithöfunda og þar var samþykkt að sósíalrealisminn, eða réttara sagt sósíalísk raunsæisstefna, skyldi vera grundvöllur sovétbókmennta. Um leið var þess getið að þetta fyrirbæri væri ekki alveg nýtt af nálinni — hefði aðalfrummælandinn á þinginu, hinn frægi og dáði Maxím Gorkí, lagt hornstein að þessari raun- sæisstefnu með verkum eins og skáldsögunni „Móðirin," sem út kom 1906. Þar er því lýst, hvernig ljós verklýðshreyfingar og marxisma berst inn í ömurleika og fátækt verksmiðjuborgar og vekur upp nýja menn til baráttu fyrir bjartari framtíð — Pavel Vlasov og móður hans, sem tekur við fánan- um rauða úr hendi verkfallsforingjans sonar síns þegar hann er handtekinn af lögreglu. A þriðja áratugnum höfðu vissulega verið skrifuð verk sem báru í sér vísi 416
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.