Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 27
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn að sósíalrealismanum. Til dæmis skáldsögur og söguljóð sem sýndu bylt- ingartíðindi og borgarastyrjöld með þeim hætti, að ekki fór á milli mála að bolsévikar voru vel að sínum sigri komnir— það varð fastur hryggjarliður í sósíalrealisma að söguleg tíðindi væru túlkuð frá sjónarhóli pólitískra dægurþarfa. I annan stað voru skrifaðar skáldsögur um verkamenn í starfi, sigra þeirra og sjálfsuppeldi í uppbyggingunni. Um leið er reynt að sýna í bókum, að hið nýja þjóðfélag sé að skapa nýja og betri menn, sannkallaðar hetjur vorra tíma. Arið 1925 kom út skáldsagan „Sement" eftir Fjodor Gladkof (1883- 1958), og var hún kölluð fyrsta sovéska skáldsagan um verkalýðinn sem að kvað. Sagan er fremur einföld í sniðum. Gléb Tsjúmalov hefur barist með rauðliðum í borgarastyrjöldinni og snýr heim til borgar þar sem hann áður vann við sementsverksmiðju. Heimili hans og verksmiðjan sjálf eru í rúst, verkamennirnir vondaufir og sinnulausir. Gléb skilur, að þótt borgarastyrj- öld sé lokið er enn eftir jafn erfið barátta fyrir viðreisn efnahagslífsins, og til þeirrar orustu gengur hann galvaskur. Þrátt fyrir skort á öllu sem til þarf, þreytu fólksins, skemmdarstarf gagnbyltingarmanna og eigin mistök, tekst Gléb að fara með sigur úr eldrauninni — að lokum tekur verksmiðjan til starfa á ný. Ekki nóg með það — Gléb hefur sjálfur vaxið af nýrri reynslu og breytt öðrum. Eiginkona hans Dasha hefur tekið fyrirheit bylt- ingarinnar um kvenfrelsi og jafnrétti alvarlega, og hún tekur það að sér að koma Gléb í skilning um að hann verði að láta af fyrri karlrembulátum. Sjálfur hefur svo Gléb yfirbugað fjandskap og tortryggni gamals verkfræð- ings, Kleists, menntamanns af gömlum skóla, sem í fyrstu skilur ekki þenn- an „nýja mann“ en hrífst svo með kappi hans og viljastyrk. „Sement“ er ekki meistaraverk, en saga þessi varð vinsæl og fór víða. Hér var reynt að lýsa nýju fólki, hér var fitjað upp á þema, sem enn var ekki orðið að klisju í sovéskum bókmenntum: lýst er sigri vilja og starfs yf- ir efasemdum og vonleysi. Maxím Gorkí (sem um þetta leyti bjó á Vestur- löndum) sendi Gladkof bestu hamingjuóskir með bókina og segir þar m.a. að Sement sé í sínum augum gott verk og þýðingarmikið vegna þess að: „Þar er í fyrsta sinn eftir byltingu tekið fast og skýrt á því efni sem fróðleg- ast er í samtímanum — starfinu." „Sement“ er reyndar það verk sem verð- ur til þess að fyrst er fjallað um sovéskar bókmenntir sem hugsanlega fyrir- mynd íslenskum rithöfundum. Það gerði próf. Einar Olafur Sveinssson í grein í Skírni árið 1929. Til urðu á þessum tíma fróðlegar heimildabókmenntir, sem renndu stoð- um undir sovéska bjartsýni á hinn „nýja mann“ — skapið réttar aðstæður og mennirnir breytast til hins betra. I bók sem í íslenskri þýðingu var nefnd „Vegurinn til lífsins" (Pedagogítsjeskaja poema, 1934) segir ágætur 417
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.