Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 28
Tímarit Máls og menningar uppeldisfrömuður, Anton Makarenko, frá reynslu sinni af unglinganý- lendu sem hann stofnaði fyrir glæpaunglinga, sem höfðu flosnað upp í um- róti byltingaráranna og áttu margir hverjir hroðalegan feril að baki. Makar- enko lýsir því í einlægri og heiðarlegri frásögn hvernig hann og samstarfs- menn hans gerðu nýta þegna úr þesum ungu bófum — og dregur hvergi undan hve erfitt það var og hve oft hann var að því kominn að örvænta um árangur. Aðferð Makarenkos má í stuttu máli lýsa sem svo, að hún sé til- raun með traust og jafnræði. Hann og aðrir uppalendur deila kjörum með unglingunum, starf kennaranna er svo erfitt og ósíngjarnt að það vekur ósjálfrátt virðingu þeirra. Enginn nýtur fríðinda. Það er slegið striki yfir fortíð afbrotakrakkanna. Treyst á gildi skynsamlegrar vinnu (ekki fundin upp gerviverkefni) — og sálbætandi áhrif góðra bóka og listar. Unglingarn- ir komast m.a. að því sér til hughreystingar þegar þeir lesa sjálfsævisögu Gorkís að hann „var rétt eins og við“ einu sinni þegar hann flakkaði um Rússland í hæpnum félagsskap, og þeir stofna leikhús fyrir bændafólkið í næstu sveitum með prýðilegum árangri. Bók Makarenko minnir á það, að Sovétríkin voru á fyrstu árum sínum vettvangur djarfra tilrauna í uppeldismálum, skólamálum og siðferðismál- um. Því miður komu á eftir þeirri tilraun með jafnrétti og traust, sem menn eins og Makarenko stóðu að, stalínskir siðir með stranga pólitíska tor- tryggni („hvað gerðir þú fyrir 1917 lagsi?“), strangar refsingar, umbun í fríðindum, harðan aga í skólakerfi sem víðar — en það er önnur saga. „Vegurinn til lífsins" hlaut að vekja samúð með einlægum vilja Makar- enkos og hans líka, með trú þeirra á möguleika á að koma öllum til manns. Eitt dæmi enn skal nefnt (m.a. vegna þess að bókin er til í íslenskri þýð- ingu): á árinu 1934 lýkur Nikolaj Ostrovskí við skáldsöguna „Hetjuraun", sem lýsir hinni nýju hetju sem lætur í einu og öllu stjórnast af kommún- ískri hugsjónakröfu. Ostrovskí (1904-1936) var af fátæku fólki, gekk í Rauða herinn fimmtán ára gamall, særðist illa ári síðar og missti hálfa sjón. Heilsu hans hrakaði jafnt og þétt eftir það — síðustu ár æfinnar var hann blindur og lamaður, en ekkert fékk hnikað ásetningi hans að segja sögu sína í skáldsöguformi og þjóna þar með alþýðu eins og hann best kunni. Hetja sögunnar nefnist Pavel Kortsjagín, og var lengi síðan haldið að öllum sovéskum unglingum sem sannri fyrirmynd. Pavel tekur ungur þátt í neð- anjarðarstarfsemi rauðliða á yfirráðasvæði hinna hvítu herja í Ukraínu, lær- ir af henni sem mest hann má um stéttabaráttu og kommúnisma, lendir í mörgum háska og eftir borgarastríð leggur hann hart að sér sem foringi í uppbyggingarstarfi. Sár og sjúkdómar brjóta niður heilsu hans, en eins og Ostrovskí sjálfur berst hann einnig gegn þeim raunum af óbifandi trú og viljastyrk. 418
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.