Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 29
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn Bækur sem þær er nú voru nefndar og margar þeim skyldar báru sterkan keim af ýmsu sem var að gerast í pólitísku lífi landsins um þessar mundir. Um 1928 var tíma NEP lokið — ekki bara í þeim skilningi að einkageir- inn í atvinnurekstri væri lagður niður og síðan tekið að smala bændum af mikilli hörku inn í samyrkjubú. Um leið var hert á öllum kröfum um póli- tískan rétttrúnað, visst umburðarlyndi í garð sérsjónarmiða í pólitík, „borgaralegra sérfræðinga“ í fyrirtækjum eða þá „meðreiðarsveina" í bók- menntum, var lagt fyrir róða. Efst á dagskrá var sett að iðnvæða landið sem skjótast, alla krafta skyldi stilla saman til að flýta því verki, að öðrum kosti myndi byltingarþjóðfélagið ekki lifa af og „sósíalismi í einu landi“ verða úlfum auðvaldsins að bráð. Og vegna þess að landið var fátækt að tækni og sérþekkingu var stóriðju komið upp og reist mikil orkuver með afar frum- stæðum aðferðum og með miklum mannfórnum — vegna þess að valdhafar gátu skammtað sér að vild lof sem gagnrýni. Þetta voru þverstæðufullir tímar. Enginn veit í hvaða hlutföllum blönd- uðust í framkvæmdaofsa fyrstu fimm ára áætlana Stalíns sannur áhugi og eldmóður ungra manna, sem höfðu smitast af bjartsýnni tæknidýrkun og mikilleika verkefnanna — og svo valdníðsla og nauðung sem beitt var til að smala fólki til starfa fyrir sáralítið kaup við herfilegustu aðstæður. Framfar- ir í iðnaði stönguðust á við eymd og hnignun í sveitum sem samyrkjuher- ferðin lék grátt og svipti sínu besta vinnuafli: miljónir þeirra bænda, sem skást hafði vegnað í búskap eftir að óðulum aðalsins var skipt upp á sínum tíma, voru úrskurðaðir „stórbændur" og reknir í banvæna útlegð. Þetta voru tímar almennrar menningarbyltingar með mikilli þenslu í skólakerfi, bókaútgáfu, leiklist, vísindum — um leið var þrengt gífurlega að skapandi leit, sjálfstæðri hugsun, allt sem ekki féll skilmálalaust að skilningi flokks- forystunnar á því hvað væri nytsamlegt var dæmt ekki aðeins óþarft heldur beinlínis skaðlegt, gott ef ekki glæpsamlegt. Rithöfundar og gagnrýnendur tengdir RAPP (Sambandi rússneskra ör- eigarithöfunda) létu öllum illum látum gegn hverjum þeim sem þeim þóttu hikandi og hálfvolgir í hollustu við kommúnískan málstað. RAPP lýsti því yfir árið 1930, að „lýsing á Fimm ára áætluninni og stéttabaráttunni sem háð er um hana er eina vandamál og viðfangsefni sovéskra bókmennta". Þessi samtök, sem áttu mikinn þátt í því að menn eins og Mandelstam og Pasternak, Búlgakov og Zamjatín, voru dæmdir til þagnar, vildu skipu- leggja bókmenntaskrif eins og hverja aðra stálframleiðslu, heimtuðu af rit- höfundum að þeir gerðust fyrst og fremst annálsritarar hinna miklu fram- kvæmda. RAPP hafði náð undirtökunum í sovésku menningarlífi um og upp úr 1930, en í hinni pólitísku forystu voru enn til menn, sem leist ekkert á þessar „öfgar“, og virðingamaður eins og Maxím Gorkí tók í sama streng. 419
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.