Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar Svo mikið er víst, að árið 1932 tók miðstjórn Kommúnistaflokksins sig til, og ákvað að leysa upp bæði RAPP og önnur rithöfundasamtök sem enn voru til — og bjóða í staðinn upp á sameiningu allra skrifandi manna í eitt Samband sovéskra rithöfunda — á þeirri forsendu að til væri orðin „eining um grundvallaratriði" í sovéskum bókmenntum og því óþarft að höfundar hefðu með sér ólík félög um strauma og stefnur. Svo gat virst sem einræði „vinstriöfgamanna" væri þar með úr sögunni og á stofnþingi rithöfundasambandsins 1934 er ljóst, að margir varpa önd- inni léttar og vona að takast megi að finna starfsgrundvöll, samnefnara fyrir sovéska rithöfunda sem væri nógu rúmur til að bókmenntirnar mættu lifa sæmilegu lífi. Til dæmis lét hinn efagjarni Isak Babel í ljós í ræðu sinni á þinginu, að hann tæki af fullri alvöru fyrirheitin sem þar voru gefin: „flokkurinn og stjórnin hafa fengið okkur allt í hendur og tekið aðeins ein réttindi af okkur — réttinn til að skrifa illa.“ Því miður hafði Isak Babel rangt fyrir sér. Á þinginu gerði forseti hins nýja rithöfundasambands, Maxím Gorkí, grein fyrir „samnefnaranum“ nýja, sem hann kenndi við sósíalískt raunsæi. Hann segir á þá leið í greinum og ræðum frá þessum tíma, að hann telji tvennt í bókmenntum fyrri tíma öðru fremur lærdómsríkt fyrir hinar ungu sovétbókmenntir. Annað sé gagnrýn raunsæisstefna, sem lýsir einstakl- ingnum andspænis fjandsamlegu þjóðfélagi. Hitt er róttæk rómantík, sem felur í sér herhvöt, áskorun til manna um að þeir sætti sig ekki við óbreytt ástand. Okkur nægir ekki að lýsa því sem var, eða er, eins og gert er í hefð- bundnum raunsæisverkum. Þaðan af síður nægir okkur að lýsa fyrst og fremst fólki sem er „óþarft“, utanveltu, fórnarlömb aðstæðna, eins og rússneskar bókmenntir fyrri aldar fengust einkum við. Við verðum, segir Gorkí, að sýna manninn í framför og breytingu — gerum því sjálfan til- verugrundvöll hans, Starfið, að aðalhetju bóka okkar, og drögum rómantík skapandi vinnu sem stefnir til betri framtíðar inn í okkar túlkun á veruleik- anum. I aðalræðunni á rithöfundaþinginu segir Gorkí m.a.: „Sósíalískt raunsæi staðfestir veruleikann sem athöfn, sköpun, sem hefur að markmiði stöðuga þróun verðmætustu einstaklingsbundinna hæfileika mannsins í þágu sigurs hans yfir náttúruöflunum, í þágu heilbrigðis hans og langlífis, í þágu hinnar miklu hamingju að lifa á jörðinni, sem hann ætlar — í samræmi við sívaxandi þarfir sínar — að rækta alla og gera að fögrum híbýlum mannkynsins, sem allt er sameinað í eina fjölskyldu." Líklegt er að í miðri umræðu um náttúruvernd, iðnaðarmengun og tækniótta, sem nú fer fram, láti margir sér fátt finnast um fagnaðarerindi hinna „sívaxandi þarfa“ mannsins og svo það, að náttúran er túlkuð sem 420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.