Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar ingarstarfi alþýðu. Þær sýna í stórum stíl siðferðilega endurfæðingu mannsins þegar hann kemst í snertingu við samfélag sem byggir upp rétt- lætið.“ Með öðrum orðum: bókmenntirnar eru ekki „reisa inn í hið ókunna“ eins og Majakovskí og margir aðrir höfðu haldið, heldur herma þær eftir sannleika um mann og þjóðfélag, sem búið er að höndla í eitt skipti fyrir öll, svörin eru gefin fyrirfram og þau eru öll tengd því að í Sovétríkjunum sé þegar til orðinn hinn besti heimur allra heima. Og af því að sú kenning ríkir, að bókmenntir séu „endurspeglun“ veruleikans, þá er það næst að álykta, að sovétbókmenntir hljóti að vera bestu bókmenntir í heimi. Ein- mitt á þann veg talaði menningarstjóri Kommúnistaflokksins, Andrei Zhdanov, á rithöfundaþinginu 1934: „Okkar bókmenntir eru yngstar í heimi, en um leið ríkastar að hugsjón- um, framsæknastar og byltingarsinnaðastar. . . Svo framsæknar og hug- sjónaríkar geta aðeins sovétbókmenntir verið, því þær eru af sama holdi og blóði og samfélagsgerð sósíalismans.“ Upp úr þessu lenda bókmenntafræðingarnir í þeirri skelfilegu aðstöðu að þurfa að sýna fram á, að rétt eins og öll saga mannkyns var aðdragandi að því að Sovétríkin yrðu til („fyrsta samfélagið án arðráns manns á manni“) , þá væri saga heimsbókmenntanna einskonar forspjall að dýrlegum bók- menntum sovéskra þjóða. Sósíalíska raunsæið eins og Gorkí gerði grein fyrir því, gat þrátt fyrir allt vel dugað til ýmissa góðra hluta. En stefnuskráin var sett fram skömmu áð- ur en dæmalausar pólitískar frosthörkur skullu yfir landið með hreinsun- unum miklu og málaferlum gegn ýmsum helstu foringjum byltingarinnar á árunum 1936-1938. Sú ofsóknahryðja gegn öllum sem hugsuðu „öðruvísi" — eða gætu kannski framið þann glæp, kostaði marga rithöfunda lífið — m.a. menn eins og Boris Pilnjak, Osip Mandelstam og Isak Babel. Hún skapaði líka andrúmsloft, sem gerði hvert fráhvarf frá réttri kenningu, frá „réttri túlkun veruleikans" blátt áfram lífshættulega. Rithöfundum er ekki boðið upp á margt annað en undirgefni undir opinbera bjartsýnisformúlu um sigursælar hetjur uppbyggingarinnar. Ekki víst einu sinni að þögnin geti bjargað mönnum. A þriðja áratugnum var einatt í gildi í sovésku bók- menntalífi boðorðið: sá sem ekki er á móti okkur er með okkur. Nú var önnur dagskipan tekin við: sá einn er með okkur, sem lýsir því yfir hástöf- um með öllu sem hann skrifar. Framleiðslumetin og Pétur mikli Gátu bókmenntir lifað af við slíkar aðstæður? Áður en formúla sósíalrealismans var leidd í lög, ef svo mætti segja, voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.