Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 33
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn skrifaðar skáldsögur sem í rauninni féllu undir hana — og höfðu um leið margt til síns ágætis, miðluðu nokkru af þeirri framfarabjartsýni sem vissu- lega náði tökum á mörgum, ekki síst yngra fólki, við upphaf sovéskrar iðn- byltingar. Ein slík er „Afram tími“ eftir Valentín Katajev, sem út kom 1933. Katajev skrifaði verk sitt í hröðum símskeytastíl, sem hæfði vel taktföst- um tæknigný sögunnar. Hún gerist á einum sólarhring í iðjuveri sem verið er að reisa í Uralfjöllum. Þangað berst sú fregn, að vinnuflokkur í Kharkof hafi sett heimsmet í steypuvinnu með því að koma 306 hrærum í mót á einni vakt. Einn af vinnuflokkum hins kappsama verkfræðings, Margúlíes- ar, tekur að sér að slá þetta met og gerir það, hvað sem líður rigningu, stormi, vondum skófatnaði, sviksemi tveggja verkamanna sem eru á fylliríi, vantrú skriffinna eins og Nalbandovs aðstoðarforstjóra, sem tefur fyrir eins og hann getur. Persónulýsingar eru fátæklegar og látnar taka mið af því, að einkamálin víki fyrir framkvæmdakröfum samfélagsins. Það er ekki fyrr en undir morgun eftir að heimsmetið er slegið að Margúlíes, sem hefur hvorki étið né sofið allan sögutímann, kyssir Shúru, stúlkuna sem teiknar áróðurs- spjöldin, og leiðast þau hönd í hönd á milli skurða, hrærivéla og malar- bingja. Árekstrar milli persóna, til dæmis Margúlíesar og Nalbandovs, snúast um ólíkan skilning á því, hvað dirfska og eldmóður geta kreist úr tækninni og vöðvunum til að hægt sé að troða sem mestum framförum inn í hverja mínútu, hverja klukkustund. Tíminn og Starfið og Tæknin eru að- alpersónur í þessari sögu miklu fremur en manneskjur, og það er mikið í húfi, eins og segir í sögulok: „Ef við hægjum á okkur drögumst við aftur úr. Og þeir sem dragast aft- ur úr verða barðir. Við viljum ekki lenda í því. Saga hins gamla Rússlands er öll um það að stöðugt var barið á ríkinu fyrir vanþróun þess. Mongólsk- ir khanar gerðu það. Tyrkneskir beyar. Sænskir riddarar. Pólskir aðals- menn. Enskir og franskir kapítalistar. . .Það var barið á okkur vegna þess að það var arðvænlegt og auðvelt. . .“ „Áfram tími“ hefur marga galla, en nýtur þess að koma einna fyrst í langri röð „framleiðsluskáldsagna". Þær geymdu, þegar best lét, líflegar skýrslur, fróðlega tilraun til að innbyrða starfið og tæknina í skáldskapinn. En fljótlega eru þessar bókmenntir komnar í mjög þröngan farveg. Hetju- skapurinn í vinnunni verður að klisju og skyldu, persónurnar að einskonar föstum hryggjarliðum. Þar er verkamaðurinn sjálfmenntaði sem kemst til félagslegs þroska í eldraun sinna afreka, kommúnistinn lífsreyndi, sem gef- ur holl ráð. Menntamaðurinn úr fortíðinni, sem hikar og efast, en hrífst með að lokum. Stúlkan sem má vart vera að því að elska heitt vegna ofur- kapps við vinnu í þágu hins sósíalíska föðurlands — að ógleymdum spell- 423
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.