Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 35
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn staklinga og allar stéttir Rússlands. Um leið getur enginn varist því að hugsa til vissra hliðstæðna milli Péturs og Stalíns: báðir voru að ryðja braut framförum í landi sem hafði staðið höllum fæti í samanburði við vestræna nágranna, og báðir létu tilganginn helga hin herfilegustu meðöl. Ekki úr vegi að álykta sem svo, að með Pétri mikla (sem reyndar var farið að kalla Pétur fyrsta í Sovétríkjunum því enginn var mikill nema Stalín) hafi Alexei Tolstoj verið að skrifa sig í sátt við sína eigin tíma. Skoðun fortíðarinnar — tíma Ivans grimma, Péturs mikla, Katrínar — rann saman við eigin reynslu höfundanna á þessum blóðugu árum í einskonar sögulegri forlagahyggju. Svona var það og er það enn, slík eru örlög Rússlands, sem kaupir framfarir sínar og mikilleik dýrara verði en aðrar Evrópuþjóðir. Og kannski kemur síðar betri tíð. . . Stríð og ísöld Stríðið við Hitlers-Þýskaland var harmleikur sovéskum þegnum með hungri þess og skorti, tortímingu og gífurlegu mannfalli. En leggur Drott- inn líkn með þraut, það var um leið nokkur léttir skrifandi mönnum — það bauð upp á ósvikin átök, sannan harm. Rithöfundurinn Ilja Erenbúrg, sem á stríðsárunum varð frægur um allan heim fyrir ástríðumiklar og grimmar blaðagreinar um hernað fasista, komst svo að orði í spjalli við þann sem hér heldur á penna: „Stríðið var lengi vel það sem helst var hægt að skrifa um heiðarlega, þar urðu tragísk átök, þar var dauðinn. Það er mikil gæfa fyrir rithöfund þegar hann á þess kost að drepa hetju sína. Nú (þetta var árið 1961) má helst enginn deyja, flokksritari héraðsins getur ekki hrokkið upp af, það gengur ekki . . . Harmsögulegir árekstrar eru nauðsynlegir í listum. Ef allt er gott og endar vel, þá hefur listamaðurinn ekkert að gera.“ Þegar sögupersónur í „E)oktor Zhivago", hinni umdeildu skáldsögu Pasternaks, ræða um stríðið í sögulok, tala þær um það sem hreinsandi storm eftir lygum mettaðar ógnir næstu ára á undan: „Raunverulegar skelf- ingar stríðsins, raunverulegur lífsháski þess voru blessun í samanburði við ómennskt vald lyginnar og þær léttu byrðar okkar því þær takmörkuðu galdravald hins dauða bókstafs.“ Óvinurinn var ekki lengur nágranninn, sem kannski kærir þig fyrir leynilögreglunni fyrir óvarkára skrýtlu eða keppinautur í starfi sem notfær- ir sér kröfur „hins dauða bókstafs" til að bola þér burt, skipa þinn sess. Óvinurinn var hinn þýski fasismi og fór enginn í grafgötur um hvað hann vildi. Fundinn var ósvikinn samnefnari, sameiginlegur málstaður manna sem þurftu að berjast upp á líf og dauða. Um leið var hleypt lausri rússn- eskri þjóðerniskennd, sem sótti fremur næringu til dýrlinga rússneskrar sögu en til garpa kommúnískrar byltingar. TMM III 425
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.