Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar Svo kemur það ólán yfir okkur að við erum búnir með skotfærin og öngvar nýjar birgðir á leiðinni. Ovinirnir höfðu komið sér fyrir á einum útjaðri byggðarinnar en við á öðrum. Við héldum því strang- lega leyndu fyrir íbúunum að patrónurnar væru búnar. En þá vorum við sviknir. Um miðja nótt — ég var þá á vakt — heyri ég jörðina stynja undan fótataki. Þeir komu eins og snjóflóð frá báðum hliðum og ætluðu að umkringja okkur. Þeir gerðu áhlaup sitt hiklaust, vissu bersýnilega að þeir höfðu ekkert að óttast og leyfðu sér jafnvel að kalla til okkar: - Gefist upp, rauðliðagrey, þið eruð skotlausir. Annars fáið þið að bíta gras, bræður elskulegir! Það stóðu þeir við svikalaust. Þeir sneru svo upp á taglið á okkur að ég hef aldrei lent í öðru eins. Um morguninn söfnuðumst við saman úti í skógi, einar fimmtán verstur frá plássinu, og þá kom á daginn að meira en helming okkar vantaði. Kannski höfðu einhverjir komist undan, en allir hinir voru brytjaðir í spað. Það greip mig slíkur dapurleiki að ég vildi ég væri dauður — og nú bættist það við að Darja tók léttasótt. Við höfðum hrist yfir vegleysur um nóttina og hún var sem önnur manneskja, svört öll í framan. Eg sá að hún reyndi að bjástra eitthvað með okkur, en vék sér svo frá og út í skóg þar sem hann var þéttastur. Eg skildi hvað klukkan sló og elti hana. Hún hafði fundið laut utan í bakka og sópaði að sér föllnu laufi eins og úlfynja og lagðist á það, fyrst á grúfu en síðan velti hún sér á bak- ið. Hún ætlar að fæða en ég sit án þess að hreyfa minnsta fingur á bak við runna og horfi á hana gegnum laufið . . . Og svo stynur hún og másar, og síðan byrjar hún að æpa, tárin streyma niður kinnarn- ar, og sjálf er hún öll í grænu laufi, augun útstæð, hún rembist og engist sundur og saman af krampa. Það er ekki kósakkaverk að koma nálægt þessu, ég sit barasta og horfi á . . . en sé að konan get- ur ekki fætt, að hún muni drepast . . . Eg stökk á fætur, hljóp til hennar, því ég skildi að ég yrði að hjálpa henni. Eg laut að henni, bretti upp ermarnar og ég var svo miður mín að ég rennblotnaði af svita. Eg hef drepið menn og hvergi látið mér bregða — en að verða fyrir þessu! Eg er þarna að bjástra eitthvað við hana, hún var hætt að veina, og þá segir hún þennan fjanda við mig: - Veist þú, Jasha, hver sagði bófunum frá því að við hefðum öngvar patrónur? spyr hún og horfir á mig mjög alvarlega. 442 M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.