Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 53
Sonur Shibaloks - Hver? segi ég. - Það var ég. - Hefurðu étið óðan hund kona? Það var þá tími til að blaðra vit- leysu. Liggðu kjur og þegiðu. En hún heldur áfram að jagast: - Dauðinn fer á mig, ég verð að játa þetta fyrir þér, Jasha . . . Þú veist ekki hverja nöðru þú hefur alið við brjóst þér . . . - Jæja, iðrastu þá, segi ég. Það verður svo að vera. Og þá leysti hún frá skjóðunni. Sagði frá og barði sjálf höfðinu við jörðina. - Eg var, segir hún, með hinum af frjálsum vilja og hélt við for- ingja þeirra, Ignatév. Fyrir ári var ég send til ykkar til að koma alls- konar fréttum af ykkur til þeirra og lét sem mér hefði verið nauðgað til að þið tryðuð mér . . . Eg er að deyja, annars hefði ég upprætt allt ykkar lið . . . Það var eins og hjartað syði í brjósti mér, ég gat ekki stillt mig og sparkaði í hana með stígvélinu og það sprakk fyrir á vörum hennar. En nú byrjuðu hríðirnar aftur og ég sé að barn kemur í ljós milli fóta hennar. Þarna liggur það í blóði og vælir eins og héragrey í tönnum refs. En Darja gerir bæði að hlæja og gráta og veltir sér að fótum mínum og reynir að faðma kné mín. Eg sneri mér frá henni og gekk til okkar manna og sagði kósökkunum hvernig í öllu lá. Þeir þrútnuðu allir af reiði. Fyrst ætluðu þeir að höggva mig í hvelli, en svo segja þeir við mig: - Þú komst með hana, Shibalok, og þú verður að sjá fyrir henni og þessu nýgotna óféti hennar líka. Ef þú gerir það ekki, verðurðu höggvinn í spað. Eg kraup á kné og sagði við þá: - Bræður mínir! Eg skal drepa hana, og ekki af ótta heldur vegna samvisku minnar, fyrir bræður okkar og félaga sem féllu fyrir henn- ar svik, en sjáið aumur á barninu. Við eigum hann hálfan hvort, þetta er mitt sæði og megi það lifa. Þið eigið konur og börn en ég á ekkert nema þetta. . . Eg bað þá lengi og kyssti jörðina. Og þeir kenndu í brjósti um mig og sögðu: - Gott og vel. Látum sæði þitt vaxa úr grasi og megi af því spretta vélbyssuskytta sem ekki er síðri en þú, Shibalok. Ert kvensan skal deyja. 443
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.