Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 58
Tímarit Máls og menningar dirfsku og þannig skipun kom frá félaga Búdjonní og hann fékk tvo hesta, fullt af fötum, vagn fyrir dótið sitt sérstaklega og orðu Rauða fánans, en ég taldist vera hjá honum sem bróðir. Ef einhver ná- granninn fer nú að abbast upp á okkur, þá getur Semjon Tímofeítsj vel skorið hann við trog. Svo fórum við að reka Deníkín hershöfð- ingja, slátruðum þeim í þúsundvís og rákum út í Svartahaf, en hann pabba okkar var barasta hvergi að finna og Semjon Tímofeítsj leitaði hans um allt því honum leiddist mjög eftir Fédja bróður. Svo var það bara, elsku mamma, eins og þér vitið um hann pabba og hans þrjóska skap, hvað gerði hann — hann var svo frekur að lita sitt rauða skegg svart og var staddur í borginni Majkop í óbreyttum föt- um svo að enginn íbúi vissi að hann var versti varðhundur í gamla kerfinu. En sannleikurinn hefur sinn gang, guðfaðir minn Níkon Vasílitsj sá hann af tilviljun heima hjá einum íbúa og skrifaði Semjon Tímofeítsj bréf. Við á bak og riðum tvöhundruð verstur, ég, Semjon bróðir og strákar sem vildu koma með. Og hvað sáum við í borginni Majkop? Við sáum að þar gefa menn skít í baráttuna og að þar eru allsstaðar svik og fullt af júðum eins og undir gömlu stjórninni. Og Semjon Tímofeítsj reifst svakalega í borginni Majkop við júðana sem vildu ekki láta pabba frá sér og settu hann bakvið lás og slá og sögðu — það er skipun að drepa ekki fanga, við dæmum hann sjálfir, engan æsing, hann fær sitt. En þá sýndi Semjon og sannaði að hann er herforingi og hefur allar Rauða- fánaorðurnar frá félaga Búdjonní og hótaði að höggva alla í spað sem deila um pabba og láta hans persónu ekki lausa og sömuleiðis hótuðu strákarnir sem með okkur voru. En um leið og Semjon tók við pabba fóru þeir að berja hann með svipum og röðuðu öllum her- mönnum upp í húsagarðinum eins og vera ber í stríði. Og þá skvetti Semjon vatni á skeggið hans pabba okkar, Tímofeis Rodíonovítsj, og lak liturinn af skegginu. Og Semjon spurði Tímofei Rodíono- vítsj: Líður þér ekki vel, pabbi, í mínum höndum? Nei, sagði pabbi, mér líður illa. Þá spurði Semjon: En leið Fédju vel í þínum höndum, þegar þið voruð að murka úr honum tóruna? Nei, sagði pabbi, Fédju leið illa. 448
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.