Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 59
Bréfið Þá spurði Semjon: En hélst þú, pabbi, að röðin kæmi að þér? Nei, sagði pabbi, ekki hugsaði ég út í það. Þá sneri Semjon sér að fólkinu og sagði: En ég held að ef ég lendi í ykkar höndum þá verður mér ekki hlíft. Og núna, pabbi sæll, ætlum við að kála þér. . . Og Tímofei Rodíonovitsj fór með sinni frekju að bölva Semjon með klámi og guðlasti og að gefa Semjon á kjaftinn og Semjon Tímofeítsj sendi mig þá burt þannig að ég get ekki, elsku mamma Jevdokía Fjodorovna, lýst þér hvernig þeir gengu frá pabba því að ég var sendur burt úr húsagarðinum. Eftir þetta vorum við sendir til borgarinnar Novorossísk. Af þeirri borg er það að segja, að hinummegin við hana er ekkert land meir heldur bara vatn, Svartahafið, og þar vorum við fram í maí þeg- ar við fórum á pólsku vígstöðvarnar og berjum á aðlinum eins og fara gerir. . . Eg er sem fyrr þinn elskandi sonur, Vasilí Tímofeítsj Kúrdjúkov. Mamma mín, lítið eftir honum Stjopu og guð mun ekki yfirgefa yð- ur“. Þetta er bréf Kúrdjúkovs og er þar ekki orði haggað. Þegar ég var búinn að skrifa það, tók hann örkina þéttskrifaða og stakk henni inn á sig beran. Kúrdjúkof, spurði ég drenginn, var faðir þinn grimmur maður? Faðir minn var hundur, svaraði hann þungbúinn. En móðir þín betri? Allt í lagi með mömmu. Ef þú vilt — hér er okkar fjölskylda . . . Hann rétti mér brotna ljósmynd. A henni var Tímofei Kúr- djúkov, herðabreiður lögreglumaður í einkennisbúningi og með vel greitt skegg, stirðlegur, kjálkabreiður með leiftrandi augu, litlaus og skilningslaus. Við hlið hans sat á bambusstól pínulítil bóndakona í fráhnepptri peysu, andlitið bjart, veiklulegt og feimið. En upp við vegginn, ömurlegan bakgrunn smábæjarljósmyndarans með blóm- um og dúfum, gnæfðu tveir piltar — skelfilegir beljakar, sljóir, and- litsbreiðir með útstæð augu, stífir eins og á heræfingu — Kúrdjúkovbræðurnir tveir, Fjodor og Semjon. Árni Bergmann þýddi 449
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.