Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 70
Tímarit Máls og menningar spurningar sem seint verður svarað. Urvinnsla hans var kannski ekki djúp- tæk, en hann og fleiri viðurkenndu að minnsta kosti þá þörf, að fjalla um þær siðferðilegu þrautir sem enginn kemst undan í samskiptum sínum við annað fólk. Með þeirri málsmeðferð var einnig stigið skref frá sjálfumglöð- um staðhæfingum um hinn nýja sovéska mann, sem hefur þegar leyst flest- an tilvistarvanda og sækir jafnt og þétt fram til meira ljóss. Krafan um andlega ráðvendni rithöfunda kom og fram í því, að mynd sú sem bókmenntir gáfu af hvunndagslífi manna varð blátt áfram raunsannari, minna var um tilburði til að sneiða hjá skuggahliðum, hvort sem um var að ræða spillingu, valdníðslu, misrétti, kröpp kjör, eða ótrúa eiginmenn, drykkjurúta, framhjáhaldsbörn og annað fólk sem ekki passaði inn í glans- mynd. Þessi ráðvendni kom líka fram í viðleitni til að endurskoða söguna. Það sást ekki síst í skáldsögum um styrjöldina, sem út komu um þetta leyti. I þeim var óhrjálegur hvunndagsleiki stríðsins skoðaður betur en áður og svo fyrstu mánuðir stríðsins, þegar Sovétmenn biðu mikið afhroð fyrir herjum Hitlers, afhroð sem einatt var því að kenna, að hreinsanir Stalíns höfðu leikið grátt her landsins og geðþóttastjórnarhættir og tortryggni valdsins gerðu illt verra á þeim tvísýnu tímum. Sagan „Júlí 1941“ eftir Júrí Bondarév segir frá sovéskum her, sem lendir í herkví og bíður mikið og óþarft afhroð. Hún hlaut allharða gagnrýni, meðal annars í nafni miskunn- seminnar: vitnað var til lesenda sem kölluðu slíkar bókmenntir ómennskar — sonur minn féll í stríðinu, segir einn slíkur, og ég má ekki til þess hugsa, að fórnardauði hans hafi verið meiningarlaus, okkar mönnum sjálfum að kenna. En þeir sem tóku upp hanskann fyrir Bondarév sögðu sem svo, að bókmenntir yrðu mannúðlegar einmitt með því að vera sannar, huggunar- bækur drægju blekkingar yfir augu manna og afvopnuðu þá innan frá. Doktor Zhivago og Ivan Denísovitsj A þessa leið voru menn að skrifa og deila um 1960. Og vitanlega voru menn sífellt að rekast á landamerki hins leyfilega. Þegar Boris Pasternak sendi skáldsögu sína um Doktor Zhivago til málgagns framfaranna, Novyj mír, endursendi ritstjórnin handritið með þessum ummælum: „andinn í skáldsögu yðar er andi fjandskapar í garð hinnar sósíölsku byltingar. Boð- skapur skáldsögu yðar byggist á þeirri sannfæringu, að Októberbyltingin, borgarastyrjöldin og þjóðfélagsbreytingar sem af þeim leiddi hafi ekki fært þjóðinni neitt nema þjáningu og tortímt rússnesku menntamannastéttinni ýmist í bókstaflegum eða siðferðilegum skilningi.“ Hér er að sjálfsögðu um miklar einfaldanir að ræða um inntak mikillar og margslunginnar skáldsögu, en formúla ritstjóranna segir sína sögu. Menn treystu sér ekki til að birta rit þar sem gefið væri til kynna (með því 460
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.