Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 76
Tímarit Máls og menningar um og smáum, frá því sem ekki tókst, frá grimmd og fáránleika hvunn- dagsins, þegar brugðið er á gaman er það jafnan dapurleika blandið. Sá sem les hinar vönduðu smásögur Shúkshíns frá því um 1970 finnur þar smekkvísan og áleitinn tón höfundar, sem kann vel þá list að segja færra en fleira og þó allt sem nauðsynlegt er. Hann finnur þar yfirlætislausa þekkingu á hugsunarhætti og málfari alþýðufólks til sveita. En fyrst og síð- ast finnur hann að ekki er allt með felldu í heimi þessarra sagna. Það bjarg- ast ekki neitt. I „Móðurhjarta" kemur sveitapilturinn Vítka í bæinn að selja saltað spik, enda ætlar hann að fara að gifta sig og allt eins og það á að vera. En vafasamar stelpur koma honum á fyllirí og ræna hann og þegar hann rankar við sér má hann til með að berja á bæjarbúum í hefndarskyni og verður það á að slasa lögregluþjón. Móðir hans gengur á milli lögreglu- stjóra og sýslumanna og reynir að leggja inn gott orð fyrir drenginn sinn og kannski mútur líka og hún trúir því að hún muni að lokum finna þann sem getur og vill hjálpa henni. En við vitum að af því verður ekki: Vítka verður áreiðanlega dæmdur í sjö ára fangelsi, líf hans er eyðilagt og hver er sekur? Allmargar sögur Shúkshíns segja frá þeim sem reyna að mæta sljóleika og illsku heimsins með sérvisku, eins og „Sá skrýtni“ (svo heitir líka sagan um hann), sem vill öllum vel en kemur sér allsstaðar út úr húsi. Eða þá Andrei trésmiður (í sögunni „Smásjáin"), sem keypti sér smásjá fyrir pen- ingana sem konan hans ætlaði að kaupa sér vetrarkápu fyrir, því hann er viss um að manneskjan gæti lifað í 150 ár ef ekki væru andskotans bakter- íurnar — og þær ætlar hann að skoða. Sér til skelfingar sér hann margt kvikt og ískyggilegt í hverjum vatnsdropa, svitadropa og blóðdropa og er fokreiður vísindamönnunum, sem hafa bundist þagnarsamsæri um þessa vágesti — en hvað um það, hann sjálfur ætlar að grípa til sinna ráða og finna aðferð til að drepa bakteríurnar. En áður en það takist hefur eigin- konan selt smásjána á skransölu og er þá hægt að taka annað til bragðs en drekka sig fullan með nágrannanum? Shúkshín kemur og nær heimi glæpa- manna en flestir aðrir á þessum tíma. I eftirminnilegri sögu sem nefnist „Mig langar að lifa“ segir frá rosknum einsetumanni sem stundar veiðar í frumskógum Síbiríu. Hann tekur vinsamlega á móti ungum glæpamanni sem hefur strokið úr fangelsi og lánar honum meira að segja byssu til að hann eigi fleiri möguleika til að komast af á flóttanum. En strokumaðurinn ungi, sem saknar „skrautlegs" lífs í borgum og fyrirlítur þá sem treysta á hið góða í manninum, skýtur velgjörðarmann sinn til bana að skilnaði: „það er tryggara þannig, gamli minn,“ segir hann. Ekki rennur jafn rammur safi um æðar persóna í sögum Júrí Trífonovs. Þær eru einna helst miðlungsfólk af menntamannakyni, menn sem gætu við 466
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.