Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 83
Hláka, frosthörkur, endurskobun veiðum og minningum er að hverfa af mannavöldum. Þeir Raspútín hafa reyndar báðir verið áhrifamiklir í þeirri óformlegu hreyfingu náttúruvernd- armanna sem hefur reynt að stemma stigu við eitrun vatna og fljóta og háskalegum framkvæmdaævintýrum eins og áformum um að snúa rennsli stórfljóta Síbiríu suður á bóginn. Geimferðakaflinn í sögu Ajtmatovs er ekki skrifaður til að lýsa aðdáun á „manninum sem herra náttúrunnar“, heldur til að minna á valdastreitu og skammsýni þeirra sem heiminum stjórna. I sögunni hafa Sovétmenn og Bandaríkjamenn að sönnu sameinast um geimrannsóknir á jafnréttisgrundvelli. En þegar geimfararnir tveir, sem lögðu á óþekktar slóðir, hafa komið til jarðar skilaboðum um að á plánet- unni „Skógarbrjóst" (takið eftir nafninu) lifi mannkyn, sem þekkir hvorki ríkisvald, vopn né styrjaldir, þá sameinast sovéskir og bandarískir ráða- menn um að halda þeim upplýsingum leyndum og banna geimförunum að snúa heim aftur: þeir vilja ekki að neitt trufli þeirra tafl um örlög jarðar. Þeir sovéskir höfundar sem hér um ræðir eru lausir við alla viðleitni til að boða sovéskt fagnaðarerindi um heiminn. Hinsvegar eru þeir drjúgir þjóðernissinnar upp á gamlan móð. Rússnesku „sveitahöfundarnir" hafa augljósa hneigð til að finna í hinum dreifðu byggðum hið upprunalega og sanna í sinni menningu. Stundum liggur við að lesanda finnist að nútíminn sé með sérkennilegum hætti orðinn óvelkomið aðskotadýr í heimi hinnar rússnesku sálar, og þá ekki aðeins tæknihyggjan heldur jafnvel sitthvað í byltingunni sjálfri. Kirgísinn Ajtmatov er svo að því leyti líkur mörgum öðrum rithöfundum hinna smærri þjóða Sovétríkjanna, að það vægi sem hann gefur þjóðlegum siðvenjum og sögnum eins og sögunni af mankúrt- anum og móður hans, eða sögunni af ofsóttri ást hins aldna skálds Rajmali- aga á ungri stúlku, Begimaj, er tengt áminningu um að hver og einn muni sem best hvar rætur hans liggja. Muni hver eru sérkenni hverrar þjóðar, sem engin ástæða er til að leggja fyrir róða, láta kaffæra í málæði um ágæti og fyrirmynd rússneskrar menningar og boðskapnum um eina sovéska þjóð. Þau dæmi úr nýlegum sovéskum bókmenntum, sem að ofan voru rakin, sýna vonandi að margt hefur breyst í menningarlífi þessa merka samfélags, sem nú er að halda upp á sjötugsafmæli frægrar byltingar. En þar með er því alls ekki haldið fram, að bókmenntirnar hafi búið við fullt málfrelsi. I þeim verkum sem skrifuð hafa verið á sl. tveim áratugum eða svo á gagn- rýnin sér jafnan takmörk. Hún er oftar en ekki óbein — það er ekki efast opinskátt um viss grundvallaratriði. Það er talað mjög varlega um skelfing- ar Stalíntímans, fleira gefið til kynna á milli lína en sagt er beinlínis. Utlegð rithöfunda eins og Solzhenytsins, Vojnovítsj, Nekrasovs,.Axjonovs og fleiri minnir á það, að tii skamms tíma hefur bannhelgi verið á ýmsum TMM VI 473
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.