Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 98
Valentín Raspútín Eyjan Matjora kvödd Kafli úr skáldsögu Þar sem Andrei hafði ekkert sérstakt fyrir stafni skrapp hann líka á fundinn, hann stóð líka nokkra stund og hallaði sér upp að dyra- stafnum utangarna einsog aðkomumaður og hlustaði á það sem yfir- völdin höfðu fram að færa. Þegar hann kom heim sagði hann Dörju nákvæmlega frá öllu sem hann hafði heyrt. Hún tyllti sér á bekk við vegginn, sat með hendur í skauti sér, þagði, og svo var einsog hún hefði íhugað málið, tekið ákvörðun innra með sér, en það eina sem hún sagði var: — Seisei. Andrei furðaði sig á rödd hennar. I þessu eina orði tókst henni að upphefja röddina svo að hún hljómaði hátíðlega einsog rödd hinna réttlátu, einsog enginn tryði, enginn vissi neitt nema hún ein og sannleikurinn væri hennar megin. En auk þess var eitthvað annað í þessari rödd, eitthvað sem líktist aðvörun, einsog hún segði: við skulum nú sjá til, hvernig það verður. Það verður, hjá því verður ekki komist, en hvernig verður það?! Skyldi ekki jörðin bráðna þeg- ar hún sér hvernig fer fyrir Matjoru? En Darja bætti við, rólegri, stilltari: — Þannig ætti líka að fara með mennina. Segja þeim hvenær þeir ættu að deyja, þá vissu þeir það og gætu búið sig undir það . . . Þá væri ekki þetta ráðaleysi . . . — Hvað er að heyra, amma! Til hvers ætti maður að vita það?! Hún svaraði ekki — kannski var hún sammála honum um að menn hefðu ekkert við það að gera, og hálfskammaðist sín, en vildi ekki viðurkenna það. En Andrei var kominn á sporið og lét gamm- inn geysa. — Sniðugt væri það samt. Maður væri semsé lifandi og í fullu fjöri, en í vegabréfinu manns stæði dánarárið við hliðina á fæðingar- árinu. — Hann hló tilgerðarlegum, ókunnum hlátri. — Þú réttir \ 488
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.